Tónlist

Bríet endurtekur leikinn með stórtónleikum í Eldborg

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Bríet býður áhorfendum í ævintýralegt tónlistarferðalag á væntanlegum tónleikum sínum í Eldborg í vor.
Bríet býður áhorfendum í ævintýralegt tónlistarferðalag á væntanlegum tónleikum sínum í Eldborg í vor. Aðsend.

Söngkonan Bríet ætlar að halda tónleika í Eldborg, Hörpu, 21. maí næstkomandi. Hún hélt tilkomumikla útgáfutónleika plötunnar Kveðja, Bríet í sama sal í október síðastliðnum.

„Vegna mikillar eftirspurnar ætla ég að halda aftur tónleika í Eldborg í Hörpu 21. maí næstkomandi. 

Ég ætla að endurtaka leikinn og búa til stórkostlega tónleika upplifun fyrir ykkur. 

Þeir sem misstu af útgáfutónleikunum mínum í október vilja ekki missa af þessu tækifæri,“ segir Bríet. 

Miðasala fer í loftið á morgun, þriðjudaginn 22. mars. Þeir sem bóka miða þann dag fá 23% afslátt af verðinu í tilefni af 23. ára afmæli Bríetar, sem er einmitt á morgun. 

Nánari upplýsingar má finna hér

Bríet gerði áhorfendur agndofa í Hörpu á tónleikum sínum í fyrra og má gera ráð fyrir að öllu verði tjaldað til fyrir tónleikana í vor. Aðsend.

Tengdar fréttir

Bríet gerði áhorfendur agndofa í Hörpu

Söngkonan Bríet hélt tvenna tónleika í Eldborgarsal Hörpu á föstudag. Á tónleikunum sýndi þessi listakona enn og aftur hversu ótrúlega hæfileikarík og fjölhæf hún er. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×