Sport

Gunnar: Gáfumst aldrei upp

Andri Már Eggertsson skrifar
Gunnar Ólafsson var afar ánægður með sigur á Keflavík
Gunnar Ólafsson var afar ánægður með sigur á Keflavík Vísir/Bára Dröfn

Gunnar Ólafsson, leikmaður Stjörnunnar, var í skýjunum eftir ótrúlegan sigur á Keflavík sem endaði með tveggja stiga sigri 95-93 eftir framlengdan leik.

„Það er erfitt að setja þennan leik í samhengi. Það sem mér dettur helst í hug beint eftir leik er að við gáfumst ekki upp, það komu nokkrir kaflar þar sem Keflavík var með yfirhöndina og við hefðum getað gefist upp en gerðum það ekki,“ sagði Gunnar Ólafsson í samtali við Vísi eftir leik.

Stjarnan hefur verið í bikarúrslitum síðustu þrjú tímabil og fannst Gunnari það fín kenning að sú staðreynd hafi spilað inn í undir lokin.

„Eigum við ekki bara að segja að okkar þátttaka í bikarúrslitum síðustu ár hafi spilað inn í.“

 

Gunnar var afar ánægður með sigurinn og fannst eitt og annað ganga upp hjá Stjörnunni í leiknum.

„Við töluðum um það fyrir leik að taka fleiri fráköst en Keflavík. Mér fannst baráttan hjá okkur aukast þegar leið á leikinn. Þegar tvö góð lið eins og þessi mætast þá er erfitt að tala um eitthvað eitt í tölfræðinni sem gekk upp.“

Gunnar var afar þreyttur eftir leik og vonaðist til að taka frídag á morgun til að hlaða batteríin fyrir úrslitaleikinn á laugardaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×