Sara var að vanda áberandi í leiknum en hún skoraði 16 stig og var þriðja stigahæst í liði heimakvenna. Hún tók auk þess fimm fráköst og gaf fjórar stoðsendingar.
Phoenix stakk af í öðrum leikhluta og fékk þá aðeins tíu stig á sig, og var staðan í hálfleik 48-32.
Eftir sigurinn er Phoenix með 31 stig í 5.-6. sæti deildarinnar nú þegar liðið á tvo leiki eftir í deildarkeppninni. Efstu þrjú liðin eru með 37 stig hvert.