Nú er hann mættur í eldhúsið á ný og hefur opnað veitingastaðinn Felino við Engjateig. Ísland í dag kíkti á Jóa Fel í síðustu viku til að taka púlsinn á þessum mikla ævintýramanni sem hefur sannarlega upplifað hæðir og lægðir á löngum ferli sínum sem veitingamaður. Það reyndist honum mikið áfall þegar fyrirtækið fór í þrot.
„Það gekk rosalega vel í mörg ár hjá okkur. Það gekk vel fram á síðasta dag með kúnnunum mínum. En því miður voru skuldir orðnar of háar, launin of há, kostnaðurinn of hár. Ég fann það síðustu mánuðina að þetta var að líða undir lok. Ég fann þá að mér leið illa og ég var að berjast.“
Jói upplifði því létti daginn sem fyrirtækið hætti rekstri og bakaríunum var lokað. Hann ákvað strax að horfa fram á við en ekki til baka.
„Tilfinningin þegar þetta lokaði var náttúrulega ekki góð, en ég fann nokkrum dögum síðar að ég var kominn á nýjan stað í lífinu“
Viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Taka skal fram að viðtalið var tekið upp áður en Jói lenti í bráðaaðgerð á Landspítalanum, sem fjallað var um hér á Vísi.