Axel, Kitta og Ylfa búa í átján fermetra húsi í Portúgal sem kostaði 2,5 milljónir Stefán Árni Pálsson skrifar 7. mars 2022 12:30 Stefnan er tekin á það að vera alveg sjálfbær úti í Portúgal og eru þau strax byrjuð að sinna ræktun af miklum krafti. Axel, Kitta og dóttir þeirra Ylfa Lotta voru búin að fá nóg af kuldanum og asanum í stórborginni Berlín þegar þau ákváðu að kaupa sér jörð með húsarúst á portúgölsku fjalli árið 2017. Upphaflega planið var að búa þar hluta úr ári en þau sáu fljótlega að lítið myndi ganga í að byggja upp á jörðinni ef þau hygðust aðeins dvelja þar í fríum. Þannig að þegar Berlín var skellt í lás í Covid, í ágúst 2020, ákváðu þau að flytja alfarið á jörðina sína í suðurhluta Portúgal. Þau geta bæði unnið í fjarvinnu, Kitta (Kristrún Ýr Óskarsdóttir) sem hönnuður og listakona og Axel Árnason sem hljóðmaður. En þau vilja lifa skuldlausu lífi og því stóð ekki til að eyða fúlgum fjár í að gera upp húsakostinn á jörðinni. Sem er ekki íbúðarhæfur. Þau brugðu því á það ráð að byrja á því að endurbæta gömlu svínastíuna, byggðu þar smáhýsi og þar býr þessi þriggja manna fjölskylda í dag - á 18 fermetrum. Kitta er með vefjagigt og var það meðal annars ástæðan fyrir því að þau fluttu til Portúgals þar sem hitastigið er bærilegra fyrir hana. „Ég er stundum með verki í bakinu sem gerir það að verkum að ég næ ekki að draga nægilega djúpt andann en í sólinni og tempraðra veðri er þetta allt miklu auðveldara og ég finn oft verkina hverfa þegar það er ákveðið heitt,“ segir Kitta sem efast um að hún gæti átt samskonar tilveru hér á Íslandi þar sem stress magnar upp verkina. „Ég get ekki unnið hundrað prósent vinnu og mun aldrei geta það og það er bara eitthvað sem ég hef þurft að sætta mig við. Það er alveg sárt og mjög erfitt en þetta er bara þannig og maður verður bara að sníða sér stakk eftir vexti,“ segir Kitta og brotnar niður þegar þarna er komið við sögu í þættinum. Hér að neðan má sjá brot úr þættinum sem var í gærkvöldi á Stöð 2 en hægt er að sjá þáttinn í heild sinni á Stöð 2+. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður er Ívar Kristján Ívarsson, klippingu önnuðust Kári Jóhannsson og Sigurður Kristinn Ómarsson hjá Obbosí. Framleitt af Lóu Production fyrir Stöð 2. Klippa: Axel, Kitta og Ylfa búa í átján fermetra húsi í Portúgal Hvar er best að búa? Íslendingar erlendis Portúgal Mest lesið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Leita að krökkum til að taka þátt í alþjóðlegu tónlistarmyndbandi Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Sumir eiga bara fræga vini Lífið Fleiri fréttir Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Sjá meira
Upphaflega planið var að búa þar hluta úr ári en þau sáu fljótlega að lítið myndi ganga í að byggja upp á jörðinni ef þau hygðust aðeins dvelja þar í fríum. Þannig að þegar Berlín var skellt í lás í Covid, í ágúst 2020, ákváðu þau að flytja alfarið á jörðina sína í suðurhluta Portúgal. Þau geta bæði unnið í fjarvinnu, Kitta (Kristrún Ýr Óskarsdóttir) sem hönnuður og listakona og Axel Árnason sem hljóðmaður. En þau vilja lifa skuldlausu lífi og því stóð ekki til að eyða fúlgum fjár í að gera upp húsakostinn á jörðinni. Sem er ekki íbúðarhæfur. Þau brugðu því á það ráð að byrja á því að endurbæta gömlu svínastíuna, byggðu þar smáhýsi og þar býr þessi þriggja manna fjölskylda í dag - á 18 fermetrum. Kitta er með vefjagigt og var það meðal annars ástæðan fyrir því að þau fluttu til Portúgals þar sem hitastigið er bærilegra fyrir hana. „Ég er stundum með verki í bakinu sem gerir það að verkum að ég næ ekki að draga nægilega djúpt andann en í sólinni og tempraðra veðri er þetta allt miklu auðveldara og ég finn oft verkina hverfa þegar það er ákveðið heitt,“ segir Kitta sem efast um að hún gæti átt samskonar tilveru hér á Íslandi þar sem stress magnar upp verkina. „Ég get ekki unnið hundrað prósent vinnu og mun aldrei geta það og það er bara eitthvað sem ég hef þurft að sætta mig við. Það er alveg sárt og mjög erfitt en þetta er bara þannig og maður verður bara að sníða sér stakk eftir vexti,“ segir Kitta og brotnar niður þegar þarna er komið við sögu í þættinum. Hér að neðan má sjá brot úr þættinum sem var í gærkvöldi á Stöð 2 en hægt er að sjá þáttinn í heild sinni á Stöð 2+. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður er Ívar Kristján Ívarsson, klippingu önnuðust Kári Jóhannsson og Sigurður Kristinn Ómarsson hjá Obbosí. Framleitt af Lóu Production fyrir Stöð 2. Klippa: Axel, Kitta og Ylfa búa í átján fermetra húsi í Portúgal
Hvar er best að búa? Íslendingar erlendis Portúgal Mest lesið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Leita að krökkum til að taka þátt í alþjóðlegu tónlistarmyndbandi Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Sumir eiga bara fræga vini Lífið Fleiri fréttir Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Sjá meira