„Leghafi“ ágætt orð en Katrín ætlar ekki að hætta að segja „kona“ Snorri Másson skrifar 6. mars 2022 10:22 Tímarnir breytast og mennirnir — eða einstaklingarnir — með. Í nafni jafnréttis allra kynja er fjöldi fólks farinn að breyta tungumáli sínu með tiltölulega róttækum hætti. Breytingarnar ná hvort tveggja til málfræðinnar og orðaforðans. Dæmi um þetta er að tala iðulega um „þau“ í hlutlausri almennri merkingu í stað þess að segja „þeir.“ Þá velja sumir að tala um „leghafa“ í stað „kvenna“ - eða „barnshafandi einstaklinga“ í stað „verðandi mæðra.“ Fjallað er um ýmsar hliðar þessa máls í myndbrotinu hér að ofan og sýndur fjöldi dæma um málbreytingarnar. Tungumálið á að taka utan um „öll“ Forsætisráðherra hefur tileinkað sér sumar þessara breytinga: „Ég hef reynt að tileinka mér að nota reglulega til skiptis karlkyn, kvenkyn og hvorugkyn, þannig að maður leggi áherslu á að tungumálið taki utan um öll,“ segir Katrín Jakobsdóttir í samtali við fréttastofu. Þessarar tilhneigingar verður mjög vart í fréttum Ríkisútvarpsins. Málfarsráðunauturinn þar kveðst ekki hafa gefið fyrirmæli um kynhlutlaust málfar - heldur sé orðið einfaldlega frjálst. Í hlaðvarpinu Þú veist betur á RÚV má heyra þetta: „Sum sem fara á túr upplifa gríðarlega vanlíðan, fyrir aðra er þetta ekkert mál. Og það eru ekki bara konur sem fara á túr, heldur fólk með leg. Allt fólk með leg.“ Fólk með leg nær þannig einnig utan um karla sem fæðast í kvenmannslíkama, en eru ekki konur. „Það var hér til umræðu um daginn frumvarp um nýja skimunarskrá, þar sem því var einmitt velt upp að þar gætu fleiri þurft að fara í skimun við vanda í legi en bara konur,“ segir Katrín. Þannig að þar sé réttast að nota orð eins og legberi, leghafi eða leghafandi einstaklingur eða eitthvað í þá veru? „Ja, þessi orð eru ágæt með, en ég mun ekki hætta að nota orðið kona. Af því að ég ætla að halda mig við það að vera það sjálf,“ segir Katrín. Ófá dæmi má finna við einfalda leit á Twitter, þar sem talað er um leghafa í stað kvenna. ja menn geta verið leghafar hvað meinaru með þessu tweeti? educate urself❤️❤️— Ylfa (@ylfaswag) February 23, 2021 leghafar, hafiði tekið eftir lengri tíðarhring eftir bólusetningu?— Fen Hyrrokkin Skólpmálaráðherra (@skolledla) January 20, 2022 Nefnilega. Leghafar eru fullfærir um að taka ígrundaðar ákvarðanir um eigin líkama.— Hulda Hrund 🇺🇦 (@hulda_hrund) September 26, 2021 Uppástunga kom fyrir því að finna betra orð en ,,leghafi" yfir einstaklinga með leg. Eru til fleiri ókynjuð orð fyrir þessa einstaklinga.@BragiValdimar , hvað segir orðasmiðurinn 👑— Öfgar (@ofgarofgar) November 23, 2021 gangandi legfarendur?— Eiríkur Kristjánsson (@Eirikur_Gauti) November 23, 2021 Jafnréttismál Íslensk fræði Íslenska á tækniöld Hinsegin Málefni trans fólks Tengdar fréttir Karlar líklegri til að neita að nota rétt fornöfn um kynsegin fólk Töluvert hærra hlutfall karla en kvenna kveðst myndu neita að nota persónufornafnið hán um manneskju sem bæði þá um það. Konur eru líklegri en karlar til að verða við slíkri ósk, ef marka má niðurstöður rannsóknar Lilju Guðmundsdóttur, nýútskrifaðs félagsfræðings. 26. júní 2021 13:00 Sjálfsögð viðbót við tungumálið sem þurfi að koma til móts við fólk Kynhlutlausa persónufornafninu hán verður bætt við orðabækur Stofnunar Árna Magnússonar. Prófessor í íslensku segir viðbótina sjálfsagða enda verði tungumálið að koma til móts við fólk og svara þörfum þess. 6. ágúst 2021 22:00 RÚV telur að allir og öll geti lifað í sátt og samlyndi Á undanförnum árum hefur þeirrar breytingar orðið vart í máli sumra fréttamanna RÚV að hvorugkynsmyndir lýsingarorða og fornafna eru notaðar í almennri vísun í stað hefðbundins almenns karlkyns. 17. maí 2021 15:40 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
Í nafni jafnréttis allra kynja er fjöldi fólks farinn að breyta tungumáli sínu með tiltölulega róttækum hætti. Breytingarnar ná hvort tveggja til málfræðinnar og orðaforðans. Dæmi um þetta er að tala iðulega um „þau“ í hlutlausri almennri merkingu í stað þess að segja „þeir.“ Þá velja sumir að tala um „leghafa“ í stað „kvenna“ - eða „barnshafandi einstaklinga“ í stað „verðandi mæðra.“ Fjallað er um ýmsar hliðar þessa máls í myndbrotinu hér að ofan og sýndur fjöldi dæma um málbreytingarnar. Tungumálið á að taka utan um „öll“ Forsætisráðherra hefur tileinkað sér sumar þessara breytinga: „Ég hef reynt að tileinka mér að nota reglulega til skiptis karlkyn, kvenkyn og hvorugkyn, þannig að maður leggi áherslu á að tungumálið taki utan um öll,“ segir Katrín Jakobsdóttir í samtali við fréttastofu. Þessarar tilhneigingar verður mjög vart í fréttum Ríkisútvarpsins. Málfarsráðunauturinn þar kveðst ekki hafa gefið fyrirmæli um kynhlutlaust málfar - heldur sé orðið einfaldlega frjálst. Í hlaðvarpinu Þú veist betur á RÚV má heyra þetta: „Sum sem fara á túr upplifa gríðarlega vanlíðan, fyrir aðra er þetta ekkert mál. Og það eru ekki bara konur sem fara á túr, heldur fólk með leg. Allt fólk með leg.“ Fólk með leg nær þannig einnig utan um karla sem fæðast í kvenmannslíkama, en eru ekki konur. „Það var hér til umræðu um daginn frumvarp um nýja skimunarskrá, þar sem því var einmitt velt upp að þar gætu fleiri þurft að fara í skimun við vanda í legi en bara konur,“ segir Katrín. Þannig að þar sé réttast að nota orð eins og legberi, leghafi eða leghafandi einstaklingur eða eitthvað í þá veru? „Ja, þessi orð eru ágæt með, en ég mun ekki hætta að nota orðið kona. Af því að ég ætla að halda mig við það að vera það sjálf,“ segir Katrín. Ófá dæmi má finna við einfalda leit á Twitter, þar sem talað er um leghafa í stað kvenna. ja menn geta verið leghafar hvað meinaru með þessu tweeti? educate urself❤️❤️— Ylfa (@ylfaswag) February 23, 2021 leghafar, hafiði tekið eftir lengri tíðarhring eftir bólusetningu?— Fen Hyrrokkin Skólpmálaráðherra (@skolledla) January 20, 2022 Nefnilega. Leghafar eru fullfærir um að taka ígrundaðar ákvarðanir um eigin líkama.— Hulda Hrund 🇺🇦 (@hulda_hrund) September 26, 2021 Uppástunga kom fyrir því að finna betra orð en ,,leghafi" yfir einstaklinga með leg. Eru til fleiri ókynjuð orð fyrir þessa einstaklinga.@BragiValdimar , hvað segir orðasmiðurinn 👑— Öfgar (@ofgarofgar) November 23, 2021 gangandi legfarendur?— Eiríkur Kristjánsson (@Eirikur_Gauti) November 23, 2021
Jafnréttismál Íslensk fræði Íslenska á tækniöld Hinsegin Málefni trans fólks Tengdar fréttir Karlar líklegri til að neita að nota rétt fornöfn um kynsegin fólk Töluvert hærra hlutfall karla en kvenna kveðst myndu neita að nota persónufornafnið hán um manneskju sem bæði þá um það. Konur eru líklegri en karlar til að verða við slíkri ósk, ef marka má niðurstöður rannsóknar Lilju Guðmundsdóttur, nýútskrifaðs félagsfræðings. 26. júní 2021 13:00 Sjálfsögð viðbót við tungumálið sem þurfi að koma til móts við fólk Kynhlutlausa persónufornafninu hán verður bætt við orðabækur Stofnunar Árna Magnússonar. Prófessor í íslensku segir viðbótina sjálfsagða enda verði tungumálið að koma til móts við fólk og svara þörfum þess. 6. ágúst 2021 22:00 RÚV telur að allir og öll geti lifað í sátt og samlyndi Á undanförnum árum hefur þeirrar breytingar orðið vart í máli sumra fréttamanna RÚV að hvorugkynsmyndir lýsingarorða og fornafna eru notaðar í almennri vísun í stað hefðbundins almenns karlkyns. 17. maí 2021 15:40 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
Karlar líklegri til að neita að nota rétt fornöfn um kynsegin fólk Töluvert hærra hlutfall karla en kvenna kveðst myndu neita að nota persónufornafnið hán um manneskju sem bæði þá um það. Konur eru líklegri en karlar til að verða við slíkri ósk, ef marka má niðurstöður rannsóknar Lilju Guðmundsdóttur, nýútskrifaðs félagsfræðings. 26. júní 2021 13:00
Sjálfsögð viðbót við tungumálið sem þurfi að koma til móts við fólk Kynhlutlausa persónufornafninu hán verður bætt við orðabækur Stofnunar Árna Magnússonar. Prófessor í íslensku segir viðbótina sjálfsagða enda verði tungumálið að koma til móts við fólk og svara þörfum þess. 6. ágúst 2021 22:00
RÚV telur að allir og öll geti lifað í sátt og samlyndi Á undanförnum árum hefur þeirrar breytingar orðið vart í máli sumra fréttamanna RÚV að hvorugkynsmyndir lýsingarorða og fornafna eru notaðar í almennri vísun í stað hefðbundins almenns karlkyns. 17. maí 2021 15:40