Innlent

Við­reisn stillir upp á lista í Mos­fells­bæ

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Viðreisn á einn bæjarfulltrúa í Mosó sem tekur þátt í meirihlutasamstarfi með Framsókn og Samfylkingu.
Viðreisn á einn bæjarfulltrúa í Mosó sem tekur þátt í meirihlutasamstarfi með Framsókn og Samfylkingu. vísir/Vilhelm

Stillt verður upp á lista Viðreisnar í Mosfellsbæ í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Þetta var ákveðið á félagsfundi flokksins í Mosfellsbæ á fimmtudaginn í síðustu viku og var tillaga stjórnar um uppstillingu á lista samþykkt einróma að því er fram kemur í tilkynningu frá Viðreisn.

Viðreisn á einn bæjarfulltrúa af þeim ellefu sem nú sitja í bæjarstjórn Mosfellsbæjar sem tekur þátt í meirihlutasamstarfi ásamt Framsókn og Samfylkingunni, en það er Lovísa Jónsdóttir sem er fyrsti varaforseti bæjarstjórnar.

„Þetta er fyrsta skrefið í undirbúningi fyrir kosningarnar 16 maí 2026 og við erum full tilhlökkunar að hefja vinnu við að manna listann og kynna stefnumálin okkar,“ er haft eftir Helga Pálssyni, formanni Viðreisnar í Mosfellsbæ, í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×