Innlent

Sjálf­sögð við­bót við tungu­málið sem þurfi að koma til móts við fólk

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslenskri málfræði.
Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslenskri málfræði. vísir/vilhelm

Kynhlutlausa persónufornafninu hán verður bætt við orðabækur Stofnunar Árna Magnússonar. Prófessor í íslensku segir viðbótina sjálfsagða enda verði tungumálið að koma til móts við fólk og svara þörfum þess.

Svona beygist orðið.stöð2

Á myndinni hér að ofan sést hvernig beygja á kynhlutlausa persónufornafnið: Hán og líklega öruggast að fólk kynni sér það í ljósi þess að fornafninu verður bætt við orðabækur Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.

Fyrrverandi prófessor í íslensku finnst sjálfsagt að skrá orðið í orðabók enda fer fólki fjölgandi sem nota persónufornafnið.

„Mér finnst það skipta máli að við tökum tillit til þess. Ef það er ekki hægt að tala um mann á móðurmálinu með þeim orðum sem maður kýs sjálfur að láta nota um sig, þá er það rosaleg útilokun,“ sagði Eiríkur Rögnvaldsson, fyrrverandi prófessor í íslensku.

Tungumálið verði að svara þörfum notenda

Því þurfi að koma til móts við fólk hvað það varðar. Í orðabók eru fyrir kynbundnu persónufornöfnin: Hann, hún og það. Oft er sagt að þar með séu þau tæmandi talinn.

„Til skamms tíma þá notuðum við tvö mismunandi fornöfn fyrir aðra persónu. Venjulega annarrar persónufornafnið er „þú“ og svo var notað „þér“ í þéringum og það er horfið núna.“

Því sé til fordæmi fyrir því að til séu tvö fornöfn sem beri með sér nokkurs konar verkaskiptingu.

„Þarna höfum við „það“ sem hvorugkynsform sem notað er um hluti og annað slíkt en síðan „hán“ sem væri notað um fólk og það er allt í lagi finnst mér.“

Hann segir tungumálið verða að svara þörfum notendanna á hverjum tíma.

„Ef við viljum að fólk haldi áfram að nota íslensku þá verður hún að höfða til fólks. Þá verður fólk að finna sig í henni og finna að hún komi til móts við það. Ég spái því að eftir fáein ár verði þetta sjálfsagður hluti orðaforða flestra.“Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.