Valieva glansaði þrátt fyrir pressuna og langefst eftir skylduæfingarnar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. febrúar 2022 15:07 Kamila Valieva lét pressuna ekki á sig fá og átti góðan dag á skautasvellinu. getty/Matthew Stockman Kamila Valieva, einn umtalaðasti íþróttamaður heims um þessar mundir, er efst eftir skylduæfingarnar í einstaklingskeppni í listdansi á skautum á Vetrarólympíuleikunum í Peking. Sem kunnugt er féll Valieva á lyfjaprófi en fékk leyfi til að keppa í einstaklingskeppninni í gær. Ungur aldur hennar var þar tekinn með í reikninginn en sú rússneska er aðeins fimmtán ára. Hjartalyfið trimetzadin greindist í sýni hennar sem var tekið um jólin. Hún segir að lyfið hafi ratað í líkama hennar þegar hún drakk úr glasi afa síns. Þrátt fyrir að ákvörðunin að aflétta banni Valievu hafi verið umdeild fékk hún fínan stuðning frá áhorfendum í dag. Valieva hrasaði aðeins þegar hún reyndi við þrefaldan öxul í byrjun æfinganna en annað gekk vel hjá henni. Valievu var greinilega létt eftir æfingarnar og felldi tár á svellinu. Valieva fékk 82,16 í einkunn fyrir æfingarnar sínar í dag. Landa hennar, Anna Shcherbakova, varð önnur með 80,20 í einkunn. Kaori Sakamoto frá Japan kom á óvart með því að lenda í 3. sæti með einkunn upp á 79,84. Keppni með frjálsri aðferð fer fram á fimmtudaginn. Samanlagður árangur sker úr um það hver vinnur einstaklingskeppnina. Ef Valieva stendur uppi sem sigurvegari á fimmtudaginn, sem flestir búast við, eða kemst á verðlaunapall verður engin verðlaunaafhending því mál hennar er enn til rannsóknar. Skautaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Lyfjamisferli Rússa Mest lesið Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Enski boltinn Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Enski boltinn Keegan með krabbamein Enski boltinn Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Tindastóll vann Val í spennutrylli Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Lifandi styttan í stúkunni grét í leikslok Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Rekinn eftir átján ára starf en sjö félög hringdu í hann strax Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Sjá meira
Sem kunnugt er féll Valieva á lyfjaprófi en fékk leyfi til að keppa í einstaklingskeppninni í gær. Ungur aldur hennar var þar tekinn með í reikninginn en sú rússneska er aðeins fimmtán ára. Hjartalyfið trimetzadin greindist í sýni hennar sem var tekið um jólin. Hún segir að lyfið hafi ratað í líkama hennar þegar hún drakk úr glasi afa síns. Þrátt fyrir að ákvörðunin að aflétta banni Valievu hafi verið umdeild fékk hún fínan stuðning frá áhorfendum í dag. Valieva hrasaði aðeins þegar hún reyndi við þrefaldan öxul í byrjun æfinganna en annað gekk vel hjá henni. Valievu var greinilega létt eftir æfingarnar og felldi tár á svellinu. Valieva fékk 82,16 í einkunn fyrir æfingarnar sínar í dag. Landa hennar, Anna Shcherbakova, varð önnur með 80,20 í einkunn. Kaori Sakamoto frá Japan kom á óvart með því að lenda í 3. sæti með einkunn upp á 79,84. Keppni með frjálsri aðferð fer fram á fimmtudaginn. Samanlagður árangur sker úr um það hver vinnur einstaklingskeppnina. Ef Valieva stendur uppi sem sigurvegari á fimmtudaginn, sem flestir búast við, eða kemst á verðlaunapall verður engin verðlaunaafhending því mál hennar er enn til rannsóknar.
Skautaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Lyfjamisferli Rússa Mest lesið Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Enski boltinn Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Enski boltinn Keegan með krabbamein Enski boltinn Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Tindastóll vann Val í spennutrylli Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Lifandi styttan í stúkunni grét í leikslok Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Rekinn eftir átján ára starf en sjö félög hringdu í hann strax Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Sjá meira