Djokovic hótar því að keppa ekki á Wimbledon eða Opna franska Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. febrúar 2022 10:30 Novak Djokovic er frábær tennisspilari en andstaða hans við að láta bólusetja sig gæti haft mikil áhrif á framhald ferilsins. Getty/Daniel Pockett Serbneska tennisstjarnan Novak Djokovic hefur veitt fyrsta viðtalið sitt eftir að hafa verið rekinn úr landi af Áströlum í síðasta mánuði. Djokovic er harður á andstöðu sinni við að fara sjálfur í bólusetningu en segist samt ekki vera á móti bólusetningum heilt yfir. „Ég hef aldrei sagt að ég væri hluti af þeirri hreyfingu,“ sagði Novak Djokovic í viðtali við breska ríkisútvarpið. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Hann vill fá að taka sína eigin ákvörðun. „Grundvallaratriði ákvörðunartöku minnar í sambandi við minn líkama skipta meira máli en að vinna titla eða nokkuð annað,“ sagði Djokovic. „Ég er að reyna að vera í tengslum við minn líkama eins mikið og ég mögulega get. Miðað við allar þær upplýsingar sem ég var með í höndunum þá tók ég þá ákvörðun að láta ekki bólusetja mig,“ sagði Djokovic en útilokaði þó ekki að það gæti breyst. Það sem breytist ekki er að hann mun ekki fórna þessum hugsjónum sínum fyrir möguleikann á því að verða sá sigursælasti í sögunni. Djokovic sagðist nefnilega í viðtalinu að hann myndi fórna risamótum í framtíðinni þar sem skylda væri að vera bólusettur. „Já það er fórnarkostnaður sem ég er tilbúinn að greiða,“ sagði Djokovic. Hann hefur titil að verja bæði á Wimbledon mótinu sem og á opna franska meistaramótinu. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) Djokovic var sigurstranglegur á Opna ástralska mótinu í janúar og hefði orðið sá sigursælasti í sögunni með því að vinna það mót þriðja árið í röð. Þess í stað var hann rekinn úr landi og Spánverjinn Rafael Nadal nýtti sér það og varð sá fyrsti til að vinna 21 risatitil. Fyrir mótið voru Djokovic, Nadal og Roger Federer allir jafnir með tuttugu risatitla. Djokovic er yngstur af þeim þremur og var líka á mikilli siglingu þegar bólusetningarmálið fór að trufla hans þátttöku á tennismótum. Tennis Mest lesið „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Keflavík og brunað á brautinni í Las Vegas Sport Fleiri fréttir Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu „Hlustið á leikmennina“ Dagskráin í dag: Stórleikur í Keflavík og brunað á brautinni í Las Vegas Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista Michael Jordan gefur meira en milljarð króna EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Sjá meira
Djokovic er harður á andstöðu sinni við að fara sjálfur í bólusetningu en segist samt ekki vera á móti bólusetningum heilt yfir. „Ég hef aldrei sagt að ég væri hluti af þeirri hreyfingu,“ sagði Novak Djokovic í viðtali við breska ríkisútvarpið. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Hann vill fá að taka sína eigin ákvörðun. „Grundvallaratriði ákvörðunartöku minnar í sambandi við minn líkama skipta meira máli en að vinna titla eða nokkuð annað,“ sagði Djokovic. „Ég er að reyna að vera í tengslum við minn líkama eins mikið og ég mögulega get. Miðað við allar þær upplýsingar sem ég var með í höndunum þá tók ég þá ákvörðun að láta ekki bólusetja mig,“ sagði Djokovic en útilokaði þó ekki að það gæti breyst. Það sem breytist ekki er að hann mun ekki fórna þessum hugsjónum sínum fyrir möguleikann á því að verða sá sigursælasti í sögunni. Djokovic sagðist nefnilega í viðtalinu að hann myndi fórna risamótum í framtíðinni þar sem skylda væri að vera bólusettur. „Já það er fórnarkostnaður sem ég er tilbúinn að greiða,“ sagði Djokovic. Hann hefur titil að verja bæði á Wimbledon mótinu sem og á opna franska meistaramótinu. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) Djokovic var sigurstranglegur á Opna ástralska mótinu í janúar og hefði orðið sá sigursælasti í sögunni með því að vinna það mót þriðja árið í röð. Þess í stað var hann rekinn úr landi og Spánverjinn Rafael Nadal nýtti sér það og varð sá fyrsti til að vinna 21 risatitil. Fyrir mótið voru Djokovic, Nadal og Roger Federer allir jafnir með tuttugu risatitla. Djokovic er yngstur af þeim þremur og var líka á mikilli siglingu þegar bólusetningarmálið fór að trufla hans þátttöku á tennismótum.
Tennis Mest lesið „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Keflavík og brunað á brautinni í Las Vegas Sport Fleiri fréttir Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu „Hlustið á leikmennina“ Dagskráin í dag: Stórleikur í Keflavík og brunað á brautinni í Las Vegas Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista Michael Jordan gefur meira en milljarð króna EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Sjá meira