Segir að Valieva sé svo hæfileikarík að hún þurfi ekki að svindla Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. febrúar 2022 13:00 Kamila Valieva ræðir við þjálfara sína. getty/Matthew Stockman Danshöfundur rússnesku skautakonunnar Kamilu Valievu segir að hún sé svo hæfileikarík að hún þurfi ekki að nota ólögleg lyf. Hin fimmtán ára Valieva var dæmd í bann í síðustu viku eftir að árangsaukandi hjartalyfið trimetazidine fannst í sýni hennar. Rússneska lyfjaeftirlitið aflétti banninu en alþjóða ólympíunefndin, alþjóða lyfjaeftirlitið og alþjóða skautasambandið afléttu ákvörðuninni. Alþjóða íþróttadómstólinn, CAS, gaf Valievu hins vegar leyfi til að keppa áfram á Vetrarólympíuleikunum í Peking. Ungur aldur hennar spilaði meðal annars inn í þá ákvörðun. Hún fær því að keppa í einstaklingskeppninni í listdansi á skautum á morgun. Þar þykir Valieva lang sigurstranglegust. Hún hefur þegar leitt rússnesku ólympíunefndina til sigurs í liðakeppninni í listdansi á skautum. Danshöfundur Valievu, Alexey Zheleznyakov, veit ekki hvernig stendur á því að ólöglegt lyf fannst í sýni hennar. En hann segir að hún hafi enga þörf fyrir að svindla. „Ég er ekki guð, ég hef ekki hugmynd. Það eru margir möguleikar en eitt veit ég: Kami snertir ekkert ólöglegt, með hennar hæfileika er engin þörf á því,“ sagði Zheleznyakov. Alþjóða ólympíunefndin hefur sett pressu á alþjóða lyfjaeftirlitið að rannsaka þjálfarateymi Valievu, meðal annars yfirþjálfarann Eteri Tutberidze. Þótt Valievu komist á verðlaunapall í einstaklingskeppninni á morgun, sem yfirgnæfandi líkur eru á, verður engin verðlaunaafhending. Hún verður haldin seinna, þegar öll kurl eru komin til grafar í máli Valievu. Valieva, sem er fædd í apríl 2006, sýndi frábær tilþrif í liðakeppninni og framkvæmdi meðal annars fjórfalt snúningsstökk sem engin önnur kona hefur áður gert. Skautaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Lyfjamisferli Rússa Rússland Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð út á landi Körfubolti ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Körfubolti Fleiri fréttir Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð út á landi „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sjá meira
Hin fimmtán ára Valieva var dæmd í bann í síðustu viku eftir að árangsaukandi hjartalyfið trimetazidine fannst í sýni hennar. Rússneska lyfjaeftirlitið aflétti banninu en alþjóða ólympíunefndin, alþjóða lyfjaeftirlitið og alþjóða skautasambandið afléttu ákvörðuninni. Alþjóða íþróttadómstólinn, CAS, gaf Valievu hins vegar leyfi til að keppa áfram á Vetrarólympíuleikunum í Peking. Ungur aldur hennar spilaði meðal annars inn í þá ákvörðun. Hún fær því að keppa í einstaklingskeppninni í listdansi á skautum á morgun. Þar þykir Valieva lang sigurstranglegust. Hún hefur þegar leitt rússnesku ólympíunefndina til sigurs í liðakeppninni í listdansi á skautum. Danshöfundur Valievu, Alexey Zheleznyakov, veit ekki hvernig stendur á því að ólöglegt lyf fannst í sýni hennar. En hann segir að hún hafi enga þörf fyrir að svindla. „Ég er ekki guð, ég hef ekki hugmynd. Það eru margir möguleikar en eitt veit ég: Kami snertir ekkert ólöglegt, með hennar hæfileika er engin þörf á því,“ sagði Zheleznyakov. Alþjóða ólympíunefndin hefur sett pressu á alþjóða lyfjaeftirlitið að rannsaka þjálfarateymi Valievu, meðal annars yfirþjálfarann Eteri Tutberidze. Þótt Valievu komist á verðlaunapall í einstaklingskeppninni á morgun, sem yfirgnæfandi líkur eru á, verður engin verðlaunaafhending. Hún verður haldin seinna, þegar öll kurl eru komin til grafar í máli Valievu. Valieva, sem er fædd í apríl 2006, sýndi frábær tilþrif í liðakeppninni og framkvæmdi meðal annars fjórfalt snúningsstökk sem engin önnur kona hefur áður gert.
Skautaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Lyfjamisferli Rússa Rússland Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð út á landi Körfubolti ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Körfubolti Fleiri fréttir Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð út á landi „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sjá meira