Segir að Valieva sé svo hæfileikarík að hún þurfi ekki að svindla Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. febrúar 2022 13:00 Kamila Valieva ræðir við þjálfara sína. getty/Matthew Stockman Danshöfundur rússnesku skautakonunnar Kamilu Valievu segir að hún sé svo hæfileikarík að hún þurfi ekki að nota ólögleg lyf. Hin fimmtán ára Valieva var dæmd í bann í síðustu viku eftir að árangsaukandi hjartalyfið trimetazidine fannst í sýni hennar. Rússneska lyfjaeftirlitið aflétti banninu en alþjóða ólympíunefndin, alþjóða lyfjaeftirlitið og alþjóða skautasambandið afléttu ákvörðuninni. Alþjóða íþróttadómstólinn, CAS, gaf Valievu hins vegar leyfi til að keppa áfram á Vetrarólympíuleikunum í Peking. Ungur aldur hennar spilaði meðal annars inn í þá ákvörðun. Hún fær því að keppa í einstaklingskeppninni í listdansi á skautum á morgun. Þar þykir Valieva lang sigurstranglegust. Hún hefur þegar leitt rússnesku ólympíunefndina til sigurs í liðakeppninni í listdansi á skautum. Danshöfundur Valievu, Alexey Zheleznyakov, veit ekki hvernig stendur á því að ólöglegt lyf fannst í sýni hennar. En hann segir að hún hafi enga þörf fyrir að svindla. „Ég er ekki guð, ég hef ekki hugmynd. Það eru margir möguleikar en eitt veit ég: Kami snertir ekkert ólöglegt, með hennar hæfileika er engin þörf á því,“ sagði Zheleznyakov. Alþjóða ólympíunefndin hefur sett pressu á alþjóða lyfjaeftirlitið að rannsaka þjálfarateymi Valievu, meðal annars yfirþjálfarann Eteri Tutberidze. Þótt Valievu komist á verðlaunapall í einstaklingskeppninni á morgun, sem yfirgnæfandi líkur eru á, verður engin verðlaunaafhending. Hún verður haldin seinna, þegar öll kurl eru komin til grafar í máli Valievu. Valieva, sem er fædd í apríl 2006, sýndi frábær tilþrif í liðakeppninni og framkvæmdi meðal annars fjórfalt snúningsstökk sem engin önnur kona hefur áður gert. Skautaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Lyfjamisferli Rússa Rússland Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Í beinni: England - Holland | Enskir Evrópumeistarar þurfa sigur Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fannst látinn í hótelherbergi sínu Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Sjá meira
Hin fimmtán ára Valieva var dæmd í bann í síðustu viku eftir að árangsaukandi hjartalyfið trimetazidine fannst í sýni hennar. Rússneska lyfjaeftirlitið aflétti banninu en alþjóða ólympíunefndin, alþjóða lyfjaeftirlitið og alþjóða skautasambandið afléttu ákvörðuninni. Alþjóða íþróttadómstólinn, CAS, gaf Valievu hins vegar leyfi til að keppa áfram á Vetrarólympíuleikunum í Peking. Ungur aldur hennar spilaði meðal annars inn í þá ákvörðun. Hún fær því að keppa í einstaklingskeppninni í listdansi á skautum á morgun. Þar þykir Valieva lang sigurstranglegust. Hún hefur þegar leitt rússnesku ólympíunefndina til sigurs í liðakeppninni í listdansi á skautum. Danshöfundur Valievu, Alexey Zheleznyakov, veit ekki hvernig stendur á því að ólöglegt lyf fannst í sýni hennar. En hann segir að hún hafi enga þörf fyrir að svindla. „Ég er ekki guð, ég hef ekki hugmynd. Það eru margir möguleikar en eitt veit ég: Kami snertir ekkert ólöglegt, með hennar hæfileika er engin þörf á því,“ sagði Zheleznyakov. Alþjóða ólympíunefndin hefur sett pressu á alþjóða lyfjaeftirlitið að rannsaka þjálfarateymi Valievu, meðal annars yfirþjálfarann Eteri Tutberidze. Þótt Valievu komist á verðlaunapall í einstaklingskeppninni á morgun, sem yfirgnæfandi líkur eru á, verður engin verðlaunaafhending. Hún verður haldin seinna, þegar öll kurl eru komin til grafar í máli Valievu. Valieva, sem er fædd í apríl 2006, sýndi frábær tilþrif í liðakeppninni og framkvæmdi meðal annars fjórfalt snúningsstökk sem engin önnur kona hefur áður gert.
Skautaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Lyfjamisferli Rússa Rússland Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Í beinni: England - Holland | Enskir Evrópumeistarar þurfa sigur Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fannst látinn í hótelherbergi sínu Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Sjá meira