Valieva fær að keppa þrátt fyrir lyfjaprófið Sindri Sverrisson skrifar 14. febrúar 2022 08:34 Kamila Valieva er afar líkleg til að vinna einstaklingskeppnina í listdansi á skautum á Vetrarólympíuleikunum. Getty/Valery Sharifulin Hin 15 ára gamla Kamila Valieva hefur fengið leyfi til að halda áfram að keppa á Vetrarólympíuleikunum í Peking þrátt fyrir að hafa greinst með bannað, árangursaukandi hjartalyf. Þetta er niðurstaða CAS, alþjóða íþróttadómstólsins, eftir að alþjóða ólympíunefndin, alþjóða lyfjaeftirlitið og alþjóða skautasambandið áfrýjuðu ákvörðun rússneska lyfjaeftirlitsins um að aflétta banni Valievu. Aldur Valievu spilaði inn í ákvörðun CAS. Valieva, sem keppir fyrir lið ólympíunefndar Rússlands þar sem að Rússar eru í banni vegna lyfjahneykslisins þar í landi, getur því keppt í einstaklingskeppninni í listdansi á skautum á morgun. Þar þykir hún með yfirburðum sigurstranglegust en vinni hún sigur gæti hún verið svipt ólympíumeistaratitlinum síðar. Valieva var í lykilhlutverki þegar Rússar unnu sigur í liðakeppninni í listdansi á skautum í síðustu viku. Eftir keppnina fór hins vegar engin verðlaunaafhending fram, þar sem að upplýsingar bárust um að Valieva hefði fallið á lyfjaprófi sem tekið var á rússneska meistaramótinu í desember. Rússneska lyfjaeftirlitið, sem sinnti lyfjaeftirliti á mótinu, úrskurðaði Valievu í tímabundið bann síðastliðinn þriðjudag en aflétti því eftir að Valieva kærði þann úrskurð. Þeirri ákvörðun var eins og fyrr segir áfrýjað til alþjóða íþróttadómstólsins, CAS, sem sendi frá sér yfirlýsingu í dag og sagði að það myndi ekki setja tímabundna bannið á aftur. Í rökstuðningi CAS sagði að taka þyrfti tillit til þess að Valieva væri aðeins 15 ára gömul, það væri ekki hennar sök að niðurstöður lyfjaprófa væru lengi að skila sér, og að það gæti valdið henni óafturkræfum skaða að fá ekki að keppa á Ólympíuleikunum. En þó að Valieva fái núna að keppa, og líklegt sé að hún fagni sigri, þá getur eins og fyrr segir farið svo að hún verði svipt verðlaunum eftir leikana. Alþjóða ólympíunefndin og alþjóða skautasambandið hafa gefið út að þau muni hlíta niðurstöðu CAS og ekki setja sig á móti þátttöku Valievu. Bandaríska ólympíunefndin hefur hins vegar sent frá sér yfirlýsingu og lýst yfir „vonbrigðum með þau skilaboð sem þessi niðurstaða sendir út“. Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Skautaíþróttir Rússland Mest lesið Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Fleiri fréttir Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Sjá meira
Þetta er niðurstaða CAS, alþjóða íþróttadómstólsins, eftir að alþjóða ólympíunefndin, alþjóða lyfjaeftirlitið og alþjóða skautasambandið áfrýjuðu ákvörðun rússneska lyfjaeftirlitsins um að aflétta banni Valievu. Aldur Valievu spilaði inn í ákvörðun CAS. Valieva, sem keppir fyrir lið ólympíunefndar Rússlands þar sem að Rússar eru í banni vegna lyfjahneykslisins þar í landi, getur því keppt í einstaklingskeppninni í listdansi á skautum á morgun. Þar þykir hún með yfirburðum sigurstranglegust en vinni hún sigur gæti hún verið svipt ólympíumeistaratitlinum síðar. Valieva var í lykilhlutverki þegar Rússar unnu sigur í liðakeppninni í listdansi á skautum í síðustu viku. Eftir keppnina fór hins vegar engin verðlaunaafhending fram, þar sem að upplýsingar bárust um að Valieva hefði fallið á lyfjaprófi sem tekið var á rússneska meistaramótinu í desember. Rússneska lyfjaeftirlitið, sem sinnti lyfjaeftirliti á mótinu, úrskurðaði Valievu í tímabundið bann síðastliðinn þriðjudag en aflétti því eftir að Valieva kærði þann úrskurð. Þeirri ákvörðun var eins og fyrr segir áfrýjað til alþjóða íþróttadómstólsins, CAS, sem sendi frá sér yfirlýsingu í dag og sagði að það myndi ekki setja tímabundna bannið á aftur. Í rökstuðningi CAS sagði að taka þyrfti tillit til þess að Valieva væri aðeins 15 ára gömul, það væri ekki hennar sök að niðurstöður lyfjaprófa væru lengi að skila sér, og að það gæti valdið henni óafturkræfum skaða að fá ekki að keppa á Ólympíuleikunum. En þó að Valieva fái núna að keppa, og líklegt sé að hún fagni sigri, þá getur eins og fyrr segir farið svo að hún verði svipt verðlaunum eftir leikana. Alþjóða ólympíunefndin og alþjóða skautasambandið hafa gefið út að þau muni hlíta niðurstöðu CAS og ekki setja sig á móti þátttöku Valievu. Bandaríska ólympíunefndin hefur hins vegar sent frá sér yfirlýsingu og lýst yfir „vonbrigðum með þau skilaboð sem þessi niðurstaða sendir út“.
Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Skautaíþróttir Rússland Mest lesið Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Fleiri fréttir Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Sjá meira