Sport

Hófí Dóra vann sig upp um fimm sæti í seinni umferðinni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir á ferðinni.
Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir á ferðinni. epa/GUILLAUME HORCAJUELO

Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir lenti í 38. sæti í svigi á Vetrarólympíuleikunum í Peking.

Aðeins fimmtíu keppendum tókst að klára en brautin reyndist mörgum erfið. Meðal annars bandarísku stórstjörnunni Mikaelu Shiffrin sem datt og lauk ekki keppni.

Hólmfríður var í 43. sæti eftir fyrri ferðina en vann sig upp um fimm sæti í þeirri seinni. Samanlagður tími hennar var 1:53,57 mínúta.

Petra Vlhova frá Slóvakíu stóð uppi sem sigurvegari á 1:44,98 mínútum. Hún var áttunda eftir fyrri ferðina en sú seinni var frábær hjá henni og skilaði henni sigri. Vlhova er fyrsti Slóvakinn sem vinnur til gullverðlauna í alpagreinum á Vetrarólympíuleikum.

Katharina Liensberger frá Austurríki varð önnur á 1:45,06 mínútum. Hún var aðeins 0,08 sekúndum á eftir Vlhovu. Hin svissneska Wendy Holdener lenti svo í 3. sæti á 1:45,10 mínútum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×