Fyrirsætan frá Bandaríkjunum sem færði Kínverjum gull á ÓL í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. febrúar 2022 09:11 Eileen Gu er búin að vinna sitt fyrsta gull á Vetrarólympíuleikunum en þau gætu orðið fleiri. AP/Matt Slocum Eileen Gu varð í nótt Ólympíumeistari í skíðafimi af stórum palli eftir að hafa náð fyrsta 1620 stökkinu sínu á ferlinum í lokastökkinu í keppninni. Gu náði með því gullinu af hinni frönsku Tess Ledeux og tók fyrsta skrefið í átta að því vinna þrenn gullverðlaun á Vetrarólympíuleikunum í Peking. History made! San Francisco's Eileen Gu at 18 becomes youngest freestyle skiing gold medalist in Olympics history after taking the Big Air crown. https://t.co/TfCoWe6Z7I pic.twitter.com/rnp8se6I89— NBC Bay Area (@nbcbayarea) February 8, 2022 Lokastökkið hennar Gu magnað enda fjórir og hálfur snúningur með tvöföldum snúningi og hún lenti líka aftur á bak. Gu sem er kölluð „Snjóprinsessan“ var líkleg sem ein af stóru stjörnum þessara Ólympíuleika enda sigurstrangleg af stórum palli sem og í brekkufimi og í hálfpípunni. Hún er enn bara átján ára gömul en hefur auk þess að vera ein sú allra besta í heimi í sinni íþrótt þá hefur hún einnig skapað sér nafn sem fyrirsæta. Uppruni hennar hefur líka vakið athygli á henni enda ein þeirra íþróttamanna sem gekk til liðs við Kínverja í aðdraganda þessara Ólympíuleika. Gu tók nefnilega umdeilda ákvörðun fyrir þremur árum. I think she's the most interesting athlete at the Olympics.She's 18, a dominant skier and budding super model, an American competing for China, with a reasonable chance at three gold medals. My story on Eileen Gu. https://t.co/lNqkekLRui— John Branch (@JohnBranchNYT) February 3, 2022 Eileen Gu fæddist í San Francisco í Bandaríkjunum og á bandarískan föður og kínverska móður. Móðir hennar og amma ólu hana upp. Í júní 2019, þegar hún var fimmtán ára gömul, ákvað hún að skipta um keppnisþjóð, hætta að keppa fyrir Bandaríkin og fara að keppa þar eftir fyrir Kína. Gu segir oft að hún sé bandarísk þegar hún sé stödd í Bandaríkjunum en kínversk þegar hún er í Kína. Það enginn vafi um hæfileika hennar í skíðafiminni og hún stóðst pressuna í nótt. Hin franska Tess Ledeux hafði verið sú eina sem hafði náð umræddu 1620 stökki og endurtók leikinn í fyrstu umferðinni í nótt. Það leit út fyrir því að það ætlaði að duga henni þegar Gu setti persónulegt met með því að taka samskonar stökk. Það sem meira er að hún gerði það með meiri sannfærandi hætti en sú franska. Það skríkti í henni þegar hún lenti í stökkinu sínu og hún féll niður á hnén þegar hún fékk einkunnina sem dugði henni til sigurs. Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Skíðaíþróttir Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Fleiri fréttir Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Jokic framlengir ekki að sinni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Sjá meira
Gu náði með því gullinu af hinni frönsku Tess Ledeux og tók fyrsta skrefið í átta að því vinna þrenn gullverðlaun á Vetrarólympíuleikunum í Peking. History made! San Francisco's Eileen Gu at 18 becomes youngest freestyle skiing gold medalist in Olympics history after taking the Big Air crown. https://t.co/TfCoWe6Z7I pic.twitter.com/rnp8se6I89— NBC Bay Area (@nbcbayarea) February 8, 2022 Lokastökkið hennar Gu magnað enda fjórir og hálfur snúningur með tvöföldum snúningi og hún lenti líka aftur á bak. Gu sem er kölluð „Snjóprinsessan“ var líkleg sem ein af stóru stjörnum þessara Ólympíuleika enda sigurstrangleg af stórum palli sem og í brekkufimi og í hálfpípunni. Hún er enn bara átján ára gömul en hefur auk þess að vera ein sú allra besta í heimi í sinni íþrótt þá hefur hún einnig skapað sér nafn sem fyrirsæta. Uppruni hennar hefur líka vakið athygli á henni enda ein þeirra íþróttamanna sem gekk til liðs við Kínverja í aðdraganda þessara Ólympíuleika. Gu tók nefnilega umdeilda ákvörðun fyrir þremur árum. I think she's the most interesting athlete at the Olympics.She's 18, a dominant skier and budding super model, an American competing for China, with a reasonable chance at three gold medals. My story on Eileen Gu. https://t.co/lNqkekLRui— John Branch (@JohnBranchNYT) February 3, 2022 Eileen Gu fæddist í San Francisco í Bandaríkjunum og á bandarískan föður og kínverska móður. Móðir hennar og amma ólu hana upp. Í júní 2019, þegar hún var fimmtán ára gömul, ákvað hún að skipta um keppnisþjóð, hætta að keppa fyrir Bandaríkin og fara að keppa þar eftir fyrir Kína. Gu segir oft að hún sé bandarísk þegar hún sé stödd í Bandaríkjunum en kínversk þegar hún er í Kína. Það enginn vafi um hæfileika hennar í skíðafiminni og hún stóðst pressuna í nótt. Hin franska Tess Ledeux hafði verið sú eina sem hafði náð umræddu 1620 stökki og endurtók leikinn í fyrstu umferðinni í nótt. Það leit út fyrir því að það ætlaði að duga henni þegar Gu setti persónulegt met með því að taka samskonar stökk. Það sem meira er að hún gerði það með meiri sannfærandi hætti en sú franska. Það skríkti í henni þegar hún lenti í stökkinu sínu og hún féll niður á hnén þegar hún fékk einkunnina sem dugði henni til sigurs.
Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Skíðaíþróttir Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Fleiri fréttir Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Jokic framlengir ekki að sinni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Sjá meira