Hugsaði til látinnar vinkonu sinnar eftir sögulegt Ólympíugull Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. febrúar 2022 14:01 Enginn íþróttamaður hefur unnið gullverðlaun á fleiri Vetrarólympíuleikum en Ireen Wüst. getty/Elsa Hollenska skautakonan Ireen Wüst skráði sig á spjöld sögunnar þegar hún varð hlutskörpust í 1.500 metra skautahlaupi á Vetrarólympíuleikunum í Peking. Wüst hefur nú unnið til gullverðlauna á fimm Vetrarólympíuleikum. Enginn annar íþróttamaður hefur afrekað það. From Turin 2006 to Beijing 2022 Ireen Wust is the first athlete to win individual gold at Olympic Games #Beijing2022 | @Ireenw pic.twitter.com/Bb9fdIMidD— Eurosport (@eurosport) February 7, 2022 Ekki nóg með að Wüst hafi unnið gullið í 1.500 metra skautahlaupinu heldur setti hún nýtt Ólympíumet, 1:53,28 mínútur. Miho Takagi frá Japan varð önnur og landa Wüst, Antoinette de Jong, þriðja. Eftir keppnina í dag minntist Wüst vinkonu sinnar, skautahlauparans Paulien van Deutekom, sem lést í janúar 2019 af völdum lungnakrabbameins. „Ég sakna hennar á hverjum degi, sérstaklega á stundum eins og þessari. Venjulega værum við að talast við í síma og gráta saman. Það er ekki hægt núna en kannski er hún að halda partí þarna uppi,“ sagði Wüst. Paulien van Deutekom og Ireen Wüst á HM 2008.getty/Matthias Kern Þetta eru sjöttu gullverðlaunin sem Wüst vinnur á Vetrarólympíuleikum. Auk þess hefur hún unnið fimm silfurverðlaun og ein bronsverðlaun. Wüst getur enn bætt verðlaunum í safnið en hún á eftir að keppa í þúsund metra skautahlaupi á leikunum í Peking. Hin 35 ára Wüst er sigursælasti Ólympíufari Hollands frá upphafi og sigursælasti skautahlaupari í sögu Vetrarólympíuleikanna. Hún ætlar að leggja skautana á hilluna í næsta mánuði. Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Skautaíþróttir Holland Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Enski boltinn Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Íslenski boltinn Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Golf Chiesa græðir á óheppni landa síns Fótbolti Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Enski boltinn Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Fótbolti Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Chiesa græðir á óheppni landa síns Funheitur Messi tryggði Inter Miami í úrslitakeppnina Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Dagskráin: Íslendingaslagur í Evrópu, spennan magnast í Bestu og hitað upp fyrir Ryder bikarinn Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum KA/Þór með fullt hús stiga Elías hélt marki Midtjylland hreinu í Evrópudeildinni Sandra María komin á blað í Þýskalandi Sveinn skoraði í tíu marka leik gegn liði úr C-deild Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Botnslagurinn færður Fótbolti og golf langvinsælust en hröð fjölgun í sundi og skotfimi Tilbúinn að láta nýju stjörnuna í þungavigtinni mæta Usyk Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Óheppnin eltir Gavi Sjá meira
Wüst hefur nú unnið til gullverðlauna á fimm Vetrarólympíuleikum. Enginn annar íþróttamaður hefur afrekað það. From Turin 2006 to Beijing 2022 Ireen Wust is the first athlete to win individual gold at Olympic Games #Beijing2022 | @Ireenw pic.twitter.com/Bb9fdIMidD— Eurosport (@eurosport) February 7, 2022 Ekki nóg með að Wüst hafi unnið gullið í 1.500 metra skautahlaupinu heldur setti hún nýtt Ólympíumet, 1:53,28 mínútur. Miho Takagi frá Japan varð önnur og landa Wüst, Antoinette de Jong, þriðja. Eftir keppnina í dag minntist Wüst vinkonu sinnar, skautahlauparans Paulien van Deutekom, sem lést í janúar 2019 af völdum lungnakrabbameins. „Ég sakna hennar á hverjum degi, sérstaklega á stundum eins og þessari. Venjulega værum við að talast við í síma og gráta saman. Það er ekki hægt núna en kannski er hún að halda partí þarna uppi,“ sagði Wüst. Paulien van Deutekom og Ireen Wüst á HM 2008.getty/Matthias Kern Þetta eru sjöttu gullverðlaunin sem Wüst vinnur á Vetrarólympíuleikum. Auk þess hefur hún unnið fimm silfurverðlaun og ein bronsverðlaun. Wüst getur enn bætt verðlaunum í safnið en hún á eftir að keppa í þúsund metra skautahlaupi á leikunum í Peking. Hin 35 ára Wüst er sigursælasti Ólympíufari Hollands frá upphafi og sigursælasti skautahlaupari í sögu Vetrarólympíuleikanna. Hún ætlar að leggja skautana á hilluna í næsta mánuði.
Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Skautaíþróttir Holland Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Enski boltinn Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Íslenski boltinn Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Golf Chiesa græðir á óheppni landa síns Fótbolti Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Enski boltinn Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Fótbolti Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Chiesa græðir á óheppni landa síns Funheitur Messi tryggði Inter Miami í úrslitakeppnina Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Dagskráin: Íslendingaslagur í Evrópu, spennan magnast í Bestu og hitað upp fyrir Ryder bikarinn Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum KA/Þór með fullt hús stiga Elías hélt marki Midtjylland hreinu í Evrópudeildinni Sandra María komin á blað í Þýskalandi Sveinn skoraði í tíu marka leik gegn liði úr C-deild Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Botnslagurinn færður Fótbolti og golf langvinsælust en hröð fjölgun í sundi og skotfimi Tilbúinn að láta nýju stjörnuna í þungavigtinni mæta Usyk Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Óheppnin eltir Gavi Sjá meira