Er til land með betra nafn fyrir Vetrarólympíuleika? Sindri Sverrisson skrifar 4. febrúar 2022 15:22 Kristrún Guðnadóttir og Sturla Snær Snorrason voru fánaberar Íslands á setningarathöfn Vetrarólympíuleikanna í Peking í dag. AP/David J. Phillip Það var létt yfir Íslendingunum og þeir tóku nokkur spor þegar þeir gengu inn á Þjóðarleikvanginn í Peking á setningarathöfn Vetrarólympíuleikanna í dag. Ísland á fimm keppendur á leikunum en það kom í hlut þeirra skíðagöngukonunnar Kristrúnar Guðnadóttur og alpagreinamannsins Sturlu Snæs Snorrasonar að bera íslenska fánann inn á hátíðina. Hér að neðan má sjá þegar íslenski hópurinn gekk inn á leikvanginn. Lýsendur Eurosport höfðu gaman af „drottningarlegu“ veifi eins af Íslendingunum og veltu því fyrir sér hvort að það gæti nokkuð verið til land með nafn sem passar betur við Vetrarólympíuleika en Ísland. Snorri Einarsson keppir fyrstur Íslendinganna í Peking, í 30 km skíðagöngu á sunnudaginn klukkan 7 um morgun að íslenskum tíma. Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir keppir svo í stórsvigi aðfaranótt 7. febrúar og Isak Stianson Pedersen og Kristrún í sprettgöngu að morgni 8. febrúar. Fyrsta grein Sturlu er stórsvig aðfaranótt 13. febrúar. Keppendur Íslands í Peking: Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir, alpagreinar kvenna – svig, stórsvig og risasvig Sturla Snær Snorrason, alpagreinar karla – svig og stórsvig Kristrún Guðnadóttir, skíðaganga kvenna – sprettganga Snorri Einarsson, skíðaganga karla – 15km F (frjáls aðferð), 30km skiptiganga, 50km C Mst (fjöldastart, hefðbundin aðferð), liðakeppni í sprettgöngu Isak Stianson Pedersen, skíðaganga karla – sprettganga og liðakeppni í sprettgöngu Alls er 91 þjóð með keppendur á leikunum og er 2.871 keppandi skráður til keppni, þar af 1.581 karl og 1.290 konur. Þau keppa í 109 greinum í sjö ólíkum íþróttum, næstu sextán daga. Hér að neðan má sjá setningarathöfnina frá Peking í heild sinni. Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Fleiri fréttir Neymar hágrét eftir skell gegn Coutinho og félögum María mætt til frönsku nýliðanna Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Dagskráin í dag: Reykjavíkurslagur og Leeds snýr aftur Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Sjá meira
Ísland á fimm keppendur á leikunum en það kom í hlut þeirra skíðagöngukonunnar Kristrúnar Guðnadóttur og alpagreinamannsins Sturlu Snæs Snorrasonar að bera íslenska fánann inn á hátíðina. Hér að neðan má sjá þegar íslenski hópurinn gekk inn á leikvanginn. Lýsendur Eurosport höfðu gaman af „drottningarlegu“ veifi eins af Íslendingunum og veltu því fyrir sér hvort að það gæti nokkuð verið til land með nafn sem passar betur við Vetrarólympíuleika en Ísland. Snorri Einarsson keppir fyrstur Íslendinganna í Peking, í 30 km skíðagöngu á sunnudaginn klukkan 7 um morgun að íslenskum tíma. Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir keppir svo í stórsvigi aðfaranótt 7. febrúar og Isak Stianson Pedersen og Kristrún í sprettgöngu að morgni 8. febrúar. Fyrsta grein Sturlu er stórsvig aðfaranótt 13. febrúar. Keppendur Íslands í Peking: Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir, alpagreinar kvenna – svig, stórsvig og risasvig Sturla Snær Snorrason, alpagreinar karla – svig og stórsvig Kristrún Guðnadóttir, skíðaganga kvenna – sprettganga Snorri Einarsson, skíðaganga karla – 15km F (frjáls aðferð), 30km skiptiganga, 50km C Mst (fjöldastart, hefðbundin aðferð), liðakeppni í sprettgöngu Isak Stianson Pedersen, skíðaganga karla – sprettganga og liðakeppni í sprettgöngu Alls er 91 þjóð með keppendur á leikunum og er 2.871 keppandi skráður til keppni, þar af 1.581 karl og 1.290 konur. Þau keppa í 109 greinum í sjö ólíkum íþróttum, næstu sextán daga. Hér að neðan má sjá setningarathöfnina frá Peking í heild sinni.
Keppendur Íslands í Peking: Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir, alpagreinar kvenna – svig, stórsvig og risasvig Sturla Snær Snorrason, alpagreinar karla – svig og stórsvig Kristrún Guðnadóttir, skíðaganga kvenna – sprettganga Snorri Einarsson, skíðaganga karla – 15km F (frjáls aðferð), 30km skiptiganga, 50km C Mst (fjöldastart, hefðbundin aðferð), liðakeppni í sprettgöngu Isak Stianson Pedersen, skíðaganga karla – sprettganga og liðakeppni í sprettgöngu
Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Fleiri fréttir Neymar hágrét eftir skell gegn Coutinho og félögum María mætt til frönsku nýliðanna Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Dagskráin í dag: Reykjavíkurslagur og Leeds snýr aftur Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Sjá meira