Risabreyting hjá Anníe Mist á næstu heimsleikum í CrossFit Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. janúar 2022 09:31 Anníe Mist Þórisdóttir varð í þriðja sæti á síðustu heimsleikum en mun ekki keppa sem einstaklingur á heimsmeistaramótinu í ár. Skjámynd/Instagram/@anniethorisdottir Íslenska CrossFit goðsögnin Anníe Mist Þórisdóttir ætlar sér að keppa á næstu heimsleikum en hún verður þó í allt öðru hlutverki en hingað til. Anníe Mist tilkynnti á samfélagsmiðlum sínum að hún sé búin að setja saman lið og ætli því ekki að keppa í einstaklingskeppninni á 2022 tímabilinu heldur í liðakeppninni. Liðið hennar verður þjálfað af manni hennar Frederik Ægidius en væntanlegir liðsfélagar okkar konu eru engir aukvisar heldur þau Lauren Fisher, Khan Porter og Tola Morakinyo. Blaðamenn Morning Chalk Up hafa trú á þessu liði og slá því upp að Anníe Mist sé búin að setja saman sannkallað ofurlið. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Anníe Mist hefur tvisvar sinnum orðið heimsmeistari kvenna í CrossFit og vann bronsið á síðustu heimsleikum þar sem hún var að verðlaunapallinum í sjötta sinn á ferlinum. Fyrstu heimsleikar Anníe voru árið 2009 og þrátt fyrir þessa breytingu í ár þá er hún þó ekki búin að útiloka það að keppa sem einstaklingur aftur. „Ég algjörlega elskaði síðasta tímabil og er svo þakklát fyrir hvað allt gengur vel á æfingum. Ég er enn að verða betri og ég er mjög spennt fyrir komandi tímabili,“ skrifaði Anníe Mist Þórisdóttir á Instagram síðu sína. Hún hefur aldrei keppt í liðakeppni á heimsleikum en hefur þó tekið þátt í liðakeppni á öðrum mótum. Hún myndaði Rogue Team Balck árið 2016 með þeim Rich Froning, Josh Bridges og Katrínu Tönju Davíðsdóttur. Þá vann Anníe Mist WOW stronger mótið bæði 2017 og 2018 og þá unnu hún og Katrín Tanja saman Butcher’s Classic mótið árið 2019. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) „Ég hef viljað vera hluti af liði í þó nokkurn tíma en hef aldrei látið verða að því. Rétta tækifærið gafst aldrei en fyrir 2022 tímabilið þá passaði þetta allt svo vel,“ skrifaði Anníe Mist. „Þetta þýðir samt ekkert fyrir 2023 tímabilið. Ég tek alltaf bara eitt ár í einu en þið getið ekki ímyndað ykkur hvað ég er spennt fyrir því að æfa og vinna með þeim Lauren Fisher, Khan Porter og Tola Morakinyo,“ skrifaði Anníe Mist. „Ég hef kannski verið að keppa sem einstaklingur allan minn feril en ég hef samt aldrei verið ein. Nú fæ ég tækifæri til að stækka liðið mitt og upplifa skin og skúri á keppnisgólfinu þremur nýjum liðsfélögum mínum,“ skrifaði Anníe. CrossFit Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Vélmennið leiðir Opna breska Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Reyndi allt til að koma kúlunni niður Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Sjá meira
Anníe Mist tilkynnti á samfélagsmiðlum sínum að hún sé búin að setja saman lið og ætli því ekki að keppa í einstaklingskeppninni á 2022 tímabilinu heldur í liðakeppninni. Liðið hennar verður þjálfað af manni hennar Frederik Ægidius en væntanlegir liðsfélagar okkar konu eru engir aukvisar heldur þau Lauren Fisher, Khan Porter og Tola Morakinyo. Blaðamenn Morning Chalk Up hafa trú á þessu liði og slá því upp að Anníe Mist sé búin að setja saman sannkallað ofurlið. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Anníe Mist hefur tvisvar sinnum orðið heimsmeistari kvenna í CrossFit og vann bronsið á síðustu heimsleikum þar sem hún var að verðlaunapallinum í sjötta sinn á ferlinum. Fyrstu heimsleikar Anníe voru árið 2009 og þrátt fyrir þessa breytingu í ár þá er hún þó ekki búin að útiloka það að keppa sem einstaklingur aftur. „Ég algjörlega elskaði síðasta tímabil og er svo þakklát fyrir hvað allt gengur vel á æfingum. Ég er enn að verða betri og ég er mjög spennt fyrir komandi tímabili,“ skrifaði Anníe Mist Þórisdóttir á Instagram síðu sína. Hún hefur aldrei keppt í liðakeppni á heimsleikum en hefur þó tekið þátt í liðakeppni á öðrum mótum. Hún myndaði Rogue Team Balck árið 2016 með þeim Rich Froning, Josh Bridges og Katrínu Tönju Davíðsdóttur. Þá vann Anníe Mist WOW stronger mótið bæði 2017 og 2018 og þá unnu hún og Katrín Tanja saman Butcher’s Classic mótið árið 2019. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) „Ég hef viljað vera hluti af liði í þó nokkurn tíma en hef aldrei látið verða að því. Rétta tækifærið gafst aldrei en fyrir 2022 tímabilið þá passaði þetta allt svo vel,“ skrifaði Anníe Mist. „Þetta þýðir samt ekkert fyrir 2023 tímabilið. Ég tek alltaf bara eitt ár í einu en þið getið ekki ímyndað ykkur hvað ég er spennt fyrir því að æfa og vinna með þeim Lauren Fisher, Khan Porter og Tola Morakinyo,“ skrifaði Anníe Mist. „Ég hef kannski verið að keppa sem einstaklingur allan minn feril en ég hef samt aldrei verið ein. Nú fæ ég tækifæri til að stækka liðið mitt og upplifa skin og skúri á keppnisgólfinu þremur nýjum liðsfélögum mínum,“ skrifaði Anníe.
CrossFit Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Vélmennið leiðir Opna breska Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Reyndi allt til að koma kúlunni niður Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Sjá meira