Engar breytingar á einangrun þrátt fyrir nýjar reglur um sóttkví Fanndís Birna Logadóttir skrifar 25. janúar 2022 17:44 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur ekki verið hrifinn af tillögum þess efnis að stytta einangrun. Vísir/Vilhelm Breyttar reglur um sóttkví voru tilkynntar í dag en engu að síður er sóttvarnalæknir harður á því að breytingar verði ekki gerðar á lengd og framkvæmd einangrunar. Hann segir mikilvægt að aflétta í varfærnum skrefum en viðbúið er að fleiri muni greinast í skólum vegna þeirra breytinga sem kyntnar voru í dag. Frá og með miðnætti í kvöld taka gildi breyttar reglur um sóttkví hér á landi en heilbrigðisráðherra tilkynnti í morgun að fólk sem verður útsett fyrir smitum utan heimilis þurfi ekki að sæta sóttkví heldur fara í smitgát. Börn og unglingar verða algjörlega undanþegin reglum um smitgát. Í minnisblaði sem Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sendi á Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra í gær má finna ýmsar tillögur í ljósi stöðu faraldursins, sem virðist hafa verið stöðugur undanfarnar þrjár vikur. „Á þessari stundu tel ég að afléttingar þurfi að hefja með því að einfalda enn frekar ýmsar leiðbeiningar um sóttkví og sýnatökur og í framhaldi af því létta á ýmsum takmarkandi samfélagslegum aðgerðum. Mikilvægt er hins vegar að aflétta í hægum en öruggum skrefum,“ segir í minnisblaði Þórólfs. Með tillögunum er dregið mikið úr starfsemi smitrakningarteymisins og áherslan lögð á framkvæmd sóttvarnareglna innan heimila, vinnustaða og hópa. Þrátt fyrir að breytingar hafi verið gerðar á sóttkví og smitgát leggur Þórólfur ekki til þess að lengd einangrunar verði stytt, líkt og mörg önnur nágrannalönd hafa verið að gera að undanförnu og margir hafa kallað eftir, þar á meðal Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Einangrun þeirra sem greinast smitaðir verður því áfram sjö dagar en starfsmenn Covid-göngudeildarinnar geta þó ákveðið lengri einangrun telji þeir nauðsyn til. Þá verða almennar leiðbeiningar um einangrun óbreyttar. Fleiri muni greinast í skólum með breytingunum í dag Ómíkron afbrigði veirunnar er uppistaðan í þeim mikla fjölda sem er að greinast núna en einnig eru um tíu prósent enn að greinast með delta afbrigðið. Dregið hefur úr alvarlegum veikindum á spítalanum en þeim sem eru með vægari veikindi hefur fjölgað. Að sögn Þórólfs er það nú áskorun Landspítala að halda starfseminni gangandi með mikinn fjölda smitaðra. Hann telur ljóst að með þeim breytingum sem tilkynntar voru í dag muni smituðum líklega fjölda í skólum og hjá börnum á leik og grunnskólaaldri. Heilbrigðisráðherra segist munu tilkynna afléttingaráætlun á föstudaginn. „Tilslakanir í kjölfarið á ýmsum samfélagslegum aðgerðum munu á hinn bóginn að líkindum leiða til fjölgunar smita í eldri aldurshópum. Mikilvægt er hins vegar að sú fjölgun leiði ekki til fjölgunar á alvarlegum veikindum og spítalainnlögnum,“ segir í minnisblaði Þórólfs. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Kynna afléttingaáætlun fyrir Ísland á föstudag Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra minnir á að Landspítalinn starfi enn á neyðarstigi. Gæta þurfi bæði jafnræðis og meðalhófs við ákvarðanir. Tíu manna samkomubann er áfram í gildi í landinu en Willum boðar kynningu á afléttingaráætlun á föstudag. 25. janúar 2022 13:07 Hjarðónæmi fyrir páska Sóttvarnalæknir og Kári Stefánsson telja báðir líklegt að við verðum laus við faraldurinn fyrir páska. Tillögur að afléttingaráætlun verða kynntar lok vikunnar en Kári segir ekki eftir neinu að bíða og vill afnema bæði sóttkví og einangrun. 24. janúar 2022 17:47 Danir losna nú úr einangrun þegar þeir eru einkennalausir Dönsk heilbrigðisyfirvöld hafa ákveðið að breyta reglum um einangrun vegna kórónuveirusmita á þann veg að smitaðir einstaklingar losna nú úr einangrun þegar þeir eru einkennalausir. 24. janúar 2022 14:23 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Sjá meira
Frá og með miðnætti í kvöld taka gildi breyttar reglur um sóttkví hér á landi en heilbrigðisráðherra tilkynnti í morgun að fólk sem verður útsett fyrir smitum utan heimilis þurfi ekki að sæta sóttkví heldur fara í smitgát. Börn og unglingar verða algjörlega undanþegin reglum um smitgát. Í minnisblaði sem Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sendi á Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra í gær má finna ýmsar tillögur í ljósi stöðu faraldursins, sem virðist hafa verið stöðugur undanfarnar þrjár vikur. „Á þessari stundu tel ég að afléttingar þurfi að hefja með því að einfalda enn frekar ýmsar leiðbeiningar um sóttkví og sýnatökur og í framhaldi af því létta á ýmsum takmarkandi samfélagslegum aðgerðum. Mikilvægt er hins vegar að aflétta í hægum en öruggum skrefum,“ segir í minnisblaði Þórólfs. Með tillögunum er dregið mikið úr starfsemi smitrakningarteymisins og áherslan lögð á framkvæmd sóttvarnareglna innan heimila, vinnustaða og hópa. Þrátt fyrir að breytingar hafi verið gerðar á sóttkví og smitgát leggur Þórólfur ekki til þess að lengd einangrunar verði stytt, líkt og mörg önnur nágrannalönd hafa verið að gera að undanförnu og margir hafa kallað eftir, þar á meðal Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Einangrun þeirra sem greinast smitaðir verður því áfram sjö dagar en starfsmenn Covid-göngudeildarinnar geta þó ákveðið lengri einangrun telji þeir nauðsyn til. Þá verða almennar leiðbeiningar um einangrun óbreyttar. Fleiri muni greinast í skólum með breytingunum í dag Ómíkron afbrigði veirunnar er uppistaðan í þeim mikla fjölda sem er að greinast núna en einnig eru um tíu prósent enn að greinast með delta afbrigðið. Dregið hefur úr alvarlegum veikindum á spítalanum en þeim sem eru með vægari veikindi hefur fjölgað. Að sögn Þórólfs er það nú áskorun Landspítala að halda starfseminni gangandi með mikinn fjölda smitaðra. Hann telur ljóst að með þeim breytingum sem tilkynntar voru í dag muni smituðum líklega fjölda í skólum og hjá börnum á leik og grunnskólaaldri. Heilbrigðisráðherra segist munu tilkynna afléttingaráætlun á föstudaginn. „Tilslakanir í kjölfarið á ýmsum samfélagslegum aðgerðum munu á hinn bóginn að líkindum leiða til fjölgunar smita í eldri aldurshópum. Mikilvægt er hins vegar að sú fjölgun leiði ekki til fjölgunar á alvarlegum veikindum og spítalainnlögnum,“ segir í minnisblaði Þórólfs.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Kynna afléttingaáætlun fyrir Ísland á föstudag Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra minnir á að Landspítalinn starfi enn á neyðarstigi. Gæta þurfi bæði jafnræðis og meðalhófs við ákvarðanir. Tíu manna samkomubann er áfram í gildi í landinu en Willum boðar kynningu á afléttingaráætlun á föstudag. 25. janúar 2022 13:07 Hjarðónæmi fyrir páska Sóttvarnalæknir og Kári Stefánsson telja báðir líklegt að við verðum laus við faraldurinn fyrir páska. Tillögur að afléttingaráætlun verða kynntar lok vikunnar en Kári segir ekki eftir neinu að bíða og vill afnema bæði sóttkví og einangrun. 24. janúar 2022 17:47 Danir losna nú úr einangrun þegar þeir eru einkennalausir Dönsk heilbrigðisyfirvöld hafa ákveðið að breyta reglum um einangrun vegna kórónuveirusmita á þann veg að smitaðir einstaklingar losna nú úr einangrun þegar þeir eru einkennalausir. 24. janúar 2022 14:23 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Sjá meira
Kynna afléttingaáætlun fyrir Ísland á föstudag Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra minnir á að Landspítalinn starfi enn á neyðarstigi. Gæta þurfi bæði jafnræðis og meðalhófs við ákvarðanir. Tíu manna samkomubann er áfram í gildi í landinu en Willum boðar kynningu á afléttingaráætlun á föstudag. 25. janúar 2022 13:07
Hjarðónæmi fyrir páska Sóttvarnalæknir og Kári Stefánsson telja báðir líklegt að við verðum laus við faraldurinn fyrir páska. Tillögur að afléttingaráætlun verða kynntar lok vikunnar en Kári segir ekki eftir neinu að bíða og vill afnema bæði sóttkví og einangrun. 24. janúar 2022 17:47
Danir losna nú úr einangrun þegar þeir eru einkennalausir Dönsk heilbrigðisyfirvöld hafa ákveðið að breyta reglum um einangrun vegna kórónuveirusmita á þann veg að smitaðir einstaklingar losna nú úr einangrun þegar þeir eru einkennalausir. 24. janúar 2022 14:23