„Það er ekki okkar hugsun að reyna að negla fólk“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 24. janúar 2022 21:54 Kristján Helgi Þráinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn. Við erum ekki í þessu til að negla fólk, heldur einfaldlega til að passa upp á hag okkar allra, segir aðstoðaryfirlögregluþjónn. Eftirlit með sóttvörnum er sívaxandi hluti af daglegum störfum lögreglu en hátt í fimm hundruð sektir hafa verið gefnar út vegna brota á sóttvörnum. Grunur um brot á sóttvarnalögum í miðbænum, veitingahúsi lokað vegna brota á sóttvarnalögum, sóttvarnareglur á tónleikum brotnar, ferðamenn kærðir vegna brota á sóttvarnalögum. Þessar fyrirsagnir eru orðnar nokkuð tíðar í fjölmiðlum þessi misserin. Sóttvarnareglur breytast ört; samkomutakmarkanir eru breytilegar, opnunartímar breytast á milli mánaða, við sjáum grímuskyldu og ekki grímuskyldu, eins metra reglu og tveggja metra reglu og þannig má áfram telja. Það er lögregla og ríkislögreglustjóri sem halda utan um eftirlit með sóttvarnaaðgerðum en miðbærinn um helgar er fyrirferðamestur í því samhengi. „Það byggir á því að við fáum upplýsingar frá fólki, fólk hringir í okkur, tilkynnir ef það verður vart við brot eða eitthvað sem það vill benda okkur á og þá fylgjum við þessum tilkynningum eftir,“ segir Kristján Helgi Þráinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn. Frá upphafi faraldursins til dagsins í dag hafa 482 brot gegn sóttvarnalögum verið skráð hjá lögreglu. „Svo erum við úti í eftirliti og ef við sjáum eitthvað sem er ekki rétt þá fylgjum við því eftir líka,“ segir hann enn fremur. Lögregla fer líka í óvæntar heimsóknir en Kristján segir fólk almennt bregðast við. Eftirlitið er sívaxandi hluti af daglegum störfum lögreglu en það flækist stundum fyrir lögreglumönnum líkt og öðrum, enda, eins og fyrr segir, eru reglurnar margbreytilegar. „Alltaf þegar það kemur nýtt minnisblað frá Þórólfi þá þarf svona að skoða nýju reglurnar en þetta venst eins og hvað annað,“ segir Kristján. Frá upphafi faraldursins til dagsins í dag hafa 482 brot gegn sóttvarnalögum verið skráð hjá lögreglu. 47 prósent þeirra hafa verið felld niður. Lægsta greidda sektin var 20 þúsund og sú hæsta 350 þúsund. Þá hafa tæpar 7,5 milljónir verið greiddar í sektir og rúmar níu milljónir eru í innheimtuferli. „Það er ekki okkar hugsun að reyna að negla fólk eða sekta fólk, við erum bara að fá fólk til að fara eftir reglunum. Þetta er í hag fyrir okkur öll,“ segir Kristján. Lögreglumál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglan Tengdar fréttir Grunur um brot á sóttvarnalögum í miðbænum Lögreglan stóð í ströngu í gærkvöldi og í nótt en 116 mál voru skráð á málaskrá. Þar af voru rúmlega tuttugu tilkynningar um hávaða. 19. desember 2021 07:24 431 sóttvarnabrot skráð en sektað í 46 prósent tilvika 475 einstaklingar og 73 fyrirtæki koma við sögu í 431 sóttvarnabroti sem lögregla hefur skráð frá 1. mars 2020. Málin varða meðal annars brot á reglum um fjöldatakmarkanir og brot á reglum um lokun skemmtistaða. 23. nóvember 2021 06:34 Sektaðir um 250 þúsund krónur í september en ekki borgað Ríkissaksóknari telur ekki tilefni til að hækka sektir vegna brota á sóttkví. Sektarheimildir séu þegar ríflegar miðað við sektir almennt hér á landi. 19. apríl 2021 14:19 Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Grunur um brot á sóttvarnalögum í miðbænum, veitingahúsi lokað vegna brota á sóttvarnalögum, sóttvarnareglur á tónleikum brotnar, ferðamenn kærðir vegna brota á sóttvarnalögum. Þessar fyrirsagnir eru orðnar nokkuð tíðar í fjölmiðlum þessi misserin. Sóttvarnareglur breytast ört; samkomutakmarkanir eru breytilegar, opnunartímar breytast á milli mánaða, við sjáum grímuskyldu og ekki grímuskyldu, eins metra reglu og tveggja metra reglu og þannig má áfram telja. Það er lögregla og ríkislögreglustjóri sem halda utan um eftirlit með sóttvarnaaðgerðum en miðbærinn um helgar er fyrirferðamestur í því samhengi. „Það byggir á því að við fáum upplýsingar frá fólki, fólk hringir í okkur, tilkynnir ef það verður vart við brot eða eitthvað sem það vill benda okkur á og þá fylgjum við þessum tilkynningum eftir,“ segir Kristján Helgi Þráinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn. Frá upphafi faraldursins til dagsins í dag hafa 482 brot gegn sóttvarnalögum verið skráð hjá lögreglu. „Svo erum við úti í eftirliti og ef við sjáum eitthvað sem er ekki rétt þá fylgjum við því eftir líka,“ segir hann enn fremur. Lögregla fer líka í óvæntar heimsóknir en Kristján segir fólk almennt bregðast við. Eftirlitið er sívaxandi hluti af daglegum störfum lögreglu en það flækist stundum fyrir lögreglumönnum líkt og öðrum, enda, eins og fyrr segir, eru reglurnar margbreytilegar. „Alltaf þegar það kemur nýtt minnisblað frá Þórólfi þá þarf svona að skoða nýju reglurnar en þetta venst eins og hvað annað,“ segir Kristján. Frá upphafi faraldursins til dagsins í dag hafa 482 brot gegn sóttvarnalögum verið skráð hjá lögreglu. 47 prósent þeirra hafa verið felld niður. Lægsta greidda sektin var 20 þúsund og sú hæsta 350 þúsund. Þá hafa tæpar 7,5 milljónir verið greiddar í sektir og rúmar níu milljónir eru í innheimtuferli. „Það er ekki okkar hugsun að reyna að negla fólk eða sekta fólk, við erum bara að fá fólk til að fara eftir reglunum. Þetta er í hag fyrir okkur öll,“ segir Kristján.
Lögreglumál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglan Tengdar fréttir Grunur um brot á sóttvarnalögum í miðbænum Lögreglan stóð í ströngu í gærkvöldi og í nótt en 116 mál voru skráð á málaskrá. Þar af voru rúmlega tuttugu tilkynningar um hávaða. 19. desember 2021 07:24 431 sóttvarnabrot skráð en sektað í 46 prósent tilvika 475 einstaklingar og 73 fyrirtæki koma við sögu í 431 sóttvarnabroti sem lögregla hefur skráð frá 1. mars 2020. Málin varða meðal annars brot á reglum um fjöldatakmarkanir og brot á reglum um lokun skemmtistaða. 23. nóvember 2021 06:34 Sektaðir um 250 þúsund krónur í september en ekki borgað Ríkissaksóknari telur ekki tilefni til að hækka sektir vegna brota á sóttkví. Sektarheimildir séu þegar ríflegar miðað við sektir almennt hér á landi. 19. apríl 2021 14:19 Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Grunur um brot á sóttvarnalögum í miðbænum Lögreglan stóð í ströngu í gærkvöldi og í nótt en 116 mál voru skráð á málaskrá. Þar af voru rúmlega tuttugu tilkynningar um hávaða. 19. desember 2021 07:24
431 sóttvarnabrot skráð en sektað í 46 prósent tilvika 475 einstaklingar og 73 fyrirtæki koma við sögu í 431 sóttvarnabroti sem lögregla hefur skráð frá 1. mars 2020. Málin varða meðal annars brot á reglum um fjöldatakmarkanir og brot á reglum um lokun skemmtistaða. 23. nóvember 2021 06:34
Sektaðir um 250 þúsund krónur í september en ekki borgað Ríkissaksóknari telur ekki tilefni til að hækka sektir vegna brota á sóttkví. Sektarheimildir séu þegar ríflegar miðað við sektir almennt hér á landi. 19. apríl 2021 14:19
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent