Metsola, sem tilheyrir þinghópi Kristilegra demókrata, EPP-blokkinni, þess stærsta á Evrópuþinginu, var ein fjögurra frambjóðenda.
Alls greiddu 458 þingmenn atkvæði með Metsola og 101 með hinni sænsku Alice Bah Kuhnke, frambjóðenda Græningja. Þá voru hin spænska Sira Rego, fræmbjóðandi öfgavinstrimanna, og hinn pólski Kosma Zlotowski, frambjóðandi efasemdarmanna um evrópska samvinnu, einnig í framboði.
Metsola hefur átt sæti á Evrópuþinginu frá árinu 2013 og verið varaforseti þingsins frá því á síðasta ári. Hún hefur verið áberandi á þinginu síðustu mánuði vegna fjarveru Sassoli sem fór í veikindaleyfi síðasta haust. Hann lést svo 11. janúar síðastliðinn.
Hin 43 ára Metsola hefur verið gagnrýnd af mörgum vegna andstöðu sinnar við fóstureyðingar. Hún sagði þá afstöðu sína þó ekki munu hafa áhrif á störf sín sem þingforseti.