„Mamma sagði mér að ég ætti þetta skilið“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. janúar 2022 16:31 Athletic Bilbao bræðurnir Nico Williams og Inaki Williams fagna með móður sinni eftir leikinn en hún flaug til Sádí Arabíu til að horfa á strákana sína spila. AP/Hassan Ammar Athletic Bilbao sló Atletico Madrid óvænt út úr spænska Ofurbikarnum í gær og tryggði sér um leið úrslitaleik á móti Real Madrid. Hetja Athletic Bilbao var táningurinn Nico Williams sem skoraði sigurmarkið níu mínútum fyrir leikslok en stórlið Atletico Madrid hafði komist yfir í leiknum. Real Madrid vann 3-2 sigur á Barcelona í hinum undanúrslitaleiknum og úrslitaleikurinn fer fram á sunnudaginn. Fjögur lið fá þátttöku í spænska Ofurbikarnum sem er spilaður í Sádí Arabíu en það eru tvö efstu liðin í deildinni og í spænska bikarnum frá síðustu leiktíð. 19-year-old Nico Williams scored the winner for Athletic Club with his brother Inaki on the pitch with him and his mother in the crowd Fam pic.twitter.com/hmlujqne8Y— International Champions Cup (@IntChampionsCup) January 13, 2022 Nico Williams er nítján ára gamall og á sínu fyrsta alvöru tímabili með aðalliði Athletic Bilbao. Eldri bróðir hans, Inaki Williams, hefur spilað með liðinu undanfarin átta ár og er sá sem hefur spilað flesta leiki í röð í spænsku deildinni án þess að missa úr leik. „Það eru miklar tilfinningar í gangi hjá mér núna,“ sagði Nico Williams eftir leikinn. ¡TREMENDO MOMENTO EN LA SUPERCOPA DE ESPAÑA! Nico Williams le da la ventaja al Athletic sobre el Atlético y celebra entre lágrimas de alegría con su hermano Iñaki. En las tribunas, también su madre no pudo contener el llanto. pic.twitter.com/D6IVMgd8JP— Fuera de Juego (@ESPN_FDJ) January 13, 2022 „Ég vona að það verði fleiri svona ánægjustundir. Ég er svo ánægður að fá að upplifa þetta með bróður mínum og móður minni sem kom og faðmaði okkur bræðurna í leikslok,“ sagði Nico. „Mamma sagði mér að ég ætti þetta skilið. Ég mun aldrei gleyma faðmlaginu frá bróður mínum eftir að ég skoraði markið,“ sagði Nico. Nico Williams hefur ekki náð að skora í spænsku deildinni í vetur en hann skoraði bæði mörkin í 2-0 sigri á Mancha Real í spænska bikarnum í byrjun nýs árs. Árið 2022 fer því vel af stað hjá stráknum. 19-year-old Nico Williams, brother of Athletic Club legend Inaki Williams, scored an 81st minute, from 1-0 down, to go into the Supercopa final against Real Madrid C.F..Their mother flew out to the game and watch her sons celebrate together Ballers pic.twitter.com/wyjqq0VYQb— GiveMeSport (@GiveMeSport) January 14, 2022 Spænski boltinn Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - Egnatia | Meistaradeildarkvöld á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjá meira
Hetja Athletic Bilbao var táningurinn Nico Williams sem skoraði sigurmarkið níu mínútum fyrir leikslok en stórlið Atletico Madrid hafði komist yfir í leiknum. Real Madrid vann 3-2 sigur á Barcelona í hinum undanúrslitaleiknum og úrslitaleikurinn fer fram á sunnudaginn. Fjögur lið fá þátttöku í spænska Ofurbikarnum sem er spilaður í Sádí Arabíu en það eru tvö efstu liðin í deildinni og í spænska bikarnum frá síðustu leiktíð. 19-year-old Nico Williams scored the winner for Athletic Club with his brother Inaki on the pitch with him and his mother in the crowd Fam pic.twitter.com/hmlujqne8Y— International Champions Cup (@IntChampionsCup) January 13, 2022 Nico Williams er nítján ára gamall og á sínu fyrsta alvöru tímabili með aðalliði Athletic Bilbao. Eldri bróðir hans, Inaki Williams, hefur spilað með liðinu undanfarin átta ár og er sá sem hefur spilað flesta leiki í röð í spænsku deildinni án þess að missa úr leik. „Það eru miklar tilfinningar í gangi hjá mér núna,“ sagði Nico Williams eftir leikinn. ¡TREMENDO MOMENTO EN LA SUPERCOPA DE ESPAÑA! Nico Williams le da la ventaja al Athletic sobre el Atlético y celebra entre lágrimas de alegría con su hermano Iñaki. En las tribunas, también su madre no pudo contener el llanto. pic.twitter.com/D6IVMgd8JP— Fuera de Juego (@ESPN_FDJ) January 13, 2022 „Ég vona að það verði fleiri svona ánægjustundir. Ég er svo ánægður að fá að upplifa þetta með bróður mínum og móður minni sem kom og faðmaði okkur bræðurna í leikslok,“ sagði Nico. „Mamma sagði mér að ég ætti þetta skilið. Ég mun aldrei gleyma faðmlaginu frá bróður mínum eftir að ég skoraði markið,“ sagði Nico. Nico Williams hefur ekki náð að skora í spænsku deildinni í vetur en hann skoraði bæði mörkin í 2-0 sigri á Mancha Real í spænska bikarnum í byrjun nýs árs. Árið 2022 fer því vel af stað hjá stráknum. 19-year-old Nico Williams, brother of Athletic Club legend Inaki Williams, scored an 81st minute, from 1-0 down, to go into the Supercopa final against Real Madrid C.F..Their mother flew out to the game and watch her sons celebrate together Ballers pic.twitter.com/wyjqq0VYQb— GiveMeSport (@GiveMeSport) January 14, 2022
Spænski boltinn Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - Egnatia | Meistaradeildarkvöld á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjá meira