Lífið samstarf

Sænsk þáttaröð byggð á sönnum atburðum

Stöð 2 +

Vofeigilegir atburðir gerast innan trúarsöfnuðar í sænskum smábæ.

Þættirnir Knutby eru byggðir á sönnum atburðum og fjalla um unga stúlku að nafni Anna sem flytur í smábæinn Knutby í leit af sjálfri sér. Það er þó margt sem henni finnst undarlegt þarna þar sem stjórnarmenn safnaðarins sem ræður ríkjum í bænum telja sig vita að endurkoma Jésú Krists muni eiga sér stað í bænum og þar ætli hann að finna sér brúði. Þegar Anna fremur voðaverk í nafni trúarinnar fara veggir safnaðarins að hrynja og ýmislegt gruggugt kemur í ljós.

Í janúar árið 2004 komst Fíladelfíu söfnuðurinn í smábænum Knutby fyrst í heimsfréttirnar þegar kona að nafni Alexandra Fossmo fannst látin á heimili sínu þar sem hún hafði verið skotin og stungin til bana. Daginn eftir játaði Sara Svenson á sig morðið, en hún kvað Guð hafa sagt sér að fremja voðaverkið. Hún hafði fengið sms í dágóðan tíma frá einhverjum sem hún taldi vera Guð. Fljótt var hægt að rekja skilaboðin til eiginmanns Alexöndru, Helge Fossum. Sara Svenson var í kjölfarið á réttarhöldum vistuð á réttargeðdeild og Helge Fossum var dæmdur í lífstíðar fangelsi fyrir að leggja á ráðin um morð.

Fyrsti þátturinn af þessari vönduðu þáttaröð er komin inn á Stöð 2+ og nýr þáttur bætist við á hverju sunnudagskvöldi.

Tryggðu þér áskrift af Stöð 2+ hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×