Sport

Náði allri dramatíkinni í tímamótalyftu Söru í Dúbaí

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sara Sigmundsdóttir kláraði lyftuna með glæsibrag og var skiljanlega mjög ánægð með það.
Sara Sigmundsdóttir kláraði lyftuna með glæsibrag og var skiljanlega mjög ánægð með það. Skjámynd/Instram@lifeofjosii

Það reynir ekki síður á þig andlega en líkamlega að stíga inn á keppnisgólfið á nýjan leik eftir krossbandsslit hvað þá að gera það aðeins átta mánuðum eftir aðgerð.

Sara Sigmundsdóttir þurfti að gera æfinguna á Dubai CrossFit mótinu sem hafði kostað hana krossbandið í mars 2021 og um leið allt síðasta tímabil. Hún stóðst það próf og gott betur.

Á mótinu í Dúbaí lyfti Sara 107,5 kílóum í jafnhendingunni sem er nýtt persónulegt met á nýja krossbandinu. Sara endaði fjórða í greininni og kláraði mótið síðan í sjötta sæti.

Keppniskonan Sara sýndi og sannaði svo margt með því að stíga fram og gera þessa æfingu sem hafði endað svo illa níu mánuðum fyrr.

Það var mikil dramatík í gangi hjá henni og miklar tilfinningar. Það kallaði á mikla einbeitingu að koma sér í gegnum þennan andlega múr og mikinn kraft að lyfta öllum þessum kílóum.

Joseph Somakian var með myndavélina á lofti þegar Sara fór upp með 107,5 kílóin og hefur nú sett þetta myndband inn á Instagram síðu sína.

Það má sjá svo mikið í svipbrigðum Söru í lyftunni og hvað þá þegar hún finnur að hún er með þetta. Sigurbrosið hæfir flesta í hjartastað.

Það má sjá Söru klára þessa lyftu hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×