Margfaldur Íslandsmeistari endaði á sjúkrahúsi um jólin með óútskýrða verki Sindri Sverrisson skrifar 4. janúar 2022 08:01 María Guðmundsdóttir á spítalanum með eiginmanni sínum, Ryan. Hún var landsliðskona í alpagreinum til margra ára, vann til fjölda Íslandsmeistaratitla. Úr einkasafni/EPA „Ég er ennþá með mikla ógleði og verki, og verð í frekari rannsóknum alla þessa viku,“ segir María Guðmundsdóttir Toney, fyrrverandi landsliðskona á skíðum, sem endaði á sjúkrahúsi á aðfangadag. María er búsett í Bandaríkjunum en dvelur nú á sjúkrahúsi á Íslandi eftir að hafa hreinlega neyðst til þess að hætta ferð sinni heim yfir Atlantshafið úr jólafríi í Noregi. Á ferð sinni frá Lillehammer til Keflavíkur hafði hún fundið fyrir gríðarlegum magaverkjum, og meðal annars ælt tvisvar, en rétt svo haft það af að komast í gegnum flugið með hjálp flugfreyja og eiginmanns síns. Í stað þess að halda áfram í átta klukkutíma tengiflug til Bandaríkjanna varð María að komast undir læknishendur: „Þegar við Ryan [Toney, eiginmaður Maríu] komum til Íslands þá viðurkenndi ég það loksins. Það var ekki séns að ég gæti farið í annað flug sem átti auk þess að taka átta klukkutíma. Ég vissi að ég gæti það ekki. Ryan ók mér um á flugvellinum og ég fór svo með sjúkrabíl á spítalann,“ skrifar María í færslu á bloggsíðu sinni. „Um leið og fundinum með lækninum lauk þá hágrét ég“ María, sem er 28 ára gömul, er margfaldur Íslandsmeistari í alpagreinum. Hún lagði hins vegar skíðin á hilluna fyrir fjórum árum eftir þráláta glímu við meiðsli. Hún býr nú í Oregon í Bandaríkjunum og fór þar að finna fyrir óútskýrðum verkjum í kvið í haust. Í fyrstu taldi hún verkina tengjast því að hún hafði nýverið hætt að nota getnaðarvarnapillu, eða þá jafnvel að hún væri strax orðin ólétt en óléttupróf sýndu að svo væri ekki. María frestaði því að fara til læknis en í byrjun desember fóru verkirnir að aukast og ljóst varð að eitthvað þyrfti að gera. Við skoðun kom í ljós að hún væri með tvöfalt stærra milta en gengur og gerist, en ekki liggur enn fyrir hvað orsakar það. Læknir hennar í Bandaríkjunum taldi þó líklegast að ástæðan fyrir veikindum Maríu væri eitilfrumukrabbamein. Skýringin á veikindunum er hins vegar enn ófundin. „Þetta var örugglega það hrikalegasta sem að ég hef heyrt! Og nokkuð sem að ég bjóst engan veginn við! Ég grét ekki [þegar hún ræddi við lækninn] en trúið mér, um leið og fundinum með lækninum lauk þá hágrét ég! Ég var ótrúlega hrædd og gat bara ekki trúað þessu,“ skrifar María, sem er þakklát fyrir að hafa haft vinkonur sínar með sér og Ryan, sem þá var kominn til Evrópu, í símanum. María og Ryan eiginmaður hennar áttu góða jóladaga í Noregi þrátt fyrir veikindin.Úr einkasafni María fékk leyfi til að fara til Noregs til að hitta eiginmann sinn og fjölskyldu sína, og vera með þeim yfir jólin. Hún naut þess að geta verið með sínum nánustu en svo fóru verkirnir að aukast. „Á aðfangadag endaði ég á bráðamóttökunni í Noregi vegna aukinna verkja í kvið. Ég óttaðist að miltað hefði stækkað meira og mögulega rofnað, svo ég lagðist inn. Ég var í átta klukkutíma á spítalanum án þess að nokkuð kæmi í ljós annað en að miltað mitt væri risavaxið! Það jákvæða var þó að það hafði ekki rofnað eða stækkað, og var enn 22 sentímetrar, sem var hughreystandi,“ skrifar María sem náði að komast heim rétt áður en jólamaturinn var snæddur. „Ótrúlega reið“ eftir stutt stopp á sjúkrahúsi í Reykjanesbæ Þann 28. desember ætluðu þau Ryan svo að fljúga heim til Bandaríkjanna en eins og fyrr segir lauk því erfiða ferðalagi á Íslandi. Það var hreinasta martröð fyrir Maríu að reyna að ferðast frá Lillehammer til Bandaríkjanna. Hún hafði endað á gjörgæsludeild í Noregi fyrir ferðina og var svo flutt með sjúkrabíl af Keflavíkurflugvelli í stað þess að taka tengiflug áfram yfir hafið.Úr einkasafni María segist hafa fengið skelfilega umönnun á sjúkrahúsinu í Reykjanesbæ þar sem læknir hafi rétt þreifað á kvið hennar og svo ákveðið að senda hana heim. „Ég var alveg ótrúlega reið!“ skrifar María sem þakkaði fyrir að geta leitað til fjölskyldumeðlima. Um nóttina urðu verkirnir aftur svo miklir að hún leitaði aftur á sjúkrahús, í þetta sinn í Reykjavík, og þar dvelur hún enn og ber starfsfólkinu afar vel söguna. Óvissan er hins vegar nagandi og María verður í rannsóknum næstu daga í von um skýringar á veikindum hennar. „Það er einhvern veginn allt í lausu lofti og biðin er mjög ógnvekjandi. En ég tek einn dag í einu og vonast til að fá einhver svör bráðlega. Það er mögulegt að miltað verði fjarlægt, sem er ansi stórt! En þeir vilja útiloka allt annað áður en til þess kemur,“ skrifar María sem veitti Vísi góðfúslegt leyfi til að vísa í skrif hennar. Bloggfærslu Maríu má lesa í heild sinni hér. Skíðaíþróttir Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Íslenski boltinn Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Fótbolti Fleiri fréttir Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Í beinni: Þýskaland - Pólland | Grannaslagur í St. Gallen Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Ekkert verður af bardaga Gunnars við Magny Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Breiðablik flýgur út á morgun: „Sama félag en mjög langt frá því að vera sama lið“ Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Trump ætlar að halda UFC bardaga í Hvíta húsinu Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Dagskráin: Formúluæfingar á Silverstone, pílukast og golf Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sjá meira
María er búsett í Bandaríkjunum en dvelur nú á sjúkrahúsi á Íslandi eftir að hafa hreinlega neyðst til þess að hætta ferð sinni heim yfir Atlantshafið úr jólafríi í Noregi. Á ferð sinni frá Lillehammer til Keflavíkur hafði hún fundið fyrir gríðarlegum magaverkjum, og meðal annars ælt tvisvar, en rétt svo haft það af að komast í gegnum flugið með hjálp flugfreyja og eiginmanns síns. Í stað þess að halda áfram í átta klukkutíma tengiflug til Bandaríkjanna varð María að komast undir læknishendur: „Þegar við Ryan [Toney, eiginmaður Maríu] komum til Íslands þá viðurkenndi ég það loksins. Það var ekki séns að ég gæti farið í annað flug sem átti auk þess að taka átta klukkutíma. Ég vissi að ég gæti það ekki. Ryan ók mér um á flugvellinum og ég fór svo með sjúkrabíl á spítalann,“ skrifar María í færslu á bloggsíðu sinni. „Um leið og fundinum með lækninum lauk þá hágrét ég“ María, sem er 28 ára gömul, er margfaldur Íslandsmeistari í alpagreinum. Hún lagði hins vegar skíðin á hilluna fyrir fjórum árum eftir þráláta glímu við meiðsli. Hún býr nú í Oregon í Bandaríkjunum og fór þar að finna fyrir óútskýrðum verkjum í kvið í haust. Í fyrstu taldi hún verkina tengjast því að hún hafði nýverið hætt að nota getnaðarvarnapillu, eða þá jafnvel að hún væri strax orðin ólétt en óléttupróf sýndu að svo væri ekki. María frestaði því að fara til læknis en í byrjun desember fóru verkirnir að aukast og ljóst varð að eitthvað þyrfti að gera. Við skoðun kom í ljós að hún væri með tvöfalt stærra milta en gengur og gerist, en ekki liggur enn fyrir hvað orsakar það. Læknir hennar í Bandaríkjunum taldi þó líklegast að ástæðan fyrir veikindum Maríu væri eitilfrumukrabbamein. Skýringin á veikindunum er hins vegar enn ófundin. „Þetta var örugglega það hrikalegasta sem að ég hef heyrt! Og nokkuð sem að ég bjóst engan veginn við! Ég grét ekki [þegar hún ræddi við lækninn] en trúið mér, um leið og fundinum með lækninum lauk þá hágrét ég! Ég var ótrúlega hrædd og gat bara ekki trúað þessu,“ skrifar María, sem er þakklát fyrir að hafa haft vinkonur sínar með sér og Ryan, sem þá var kominn til Evrópu, í símanum. María og Ryan eiginmaður hennar áttu góða jóladaga í Noregi þrátt fyrir veikindin.Úr einkasafni María fékk leyfi til að fara til Noregs til að hitta eiginmann sinn og fjölskyldu sína, og vera með þeim yfir jólin. Hún naut þess að geta verið með sínum nánustu en svo fóru verkirnir að aukast. „Á aðfangadag endaði ég á bráðamóttökunni í Noregi vegna aukinna verkja í kvið. Ég óttaðist að miltað hefði stækkað meira og mögulega rofnað, svo ég lagðist inn. Ég var í átta klukkutíma á spítalanum án þess að nokkuð kæmi í ljós annað en að miltað mitt væri risavaxið! Það jákvæða var þó að það hafði ekki rofnað eða stækkað, og var enn 22 sentímetrar, sem var hughreystandi,“ skrifar María sem náði að komast heim rétt áður en jólamaturinn var snæddur. „Ótrúlega reið“ eftir stutt stopp á sjúkrahúsi í Reykjanesbæ Þann 28. desember ætluðu þau Ryan svo að fljúga heim til Bandaríkjanna en eins og fyrr segir lauk því erfiða ferðalagi á Íslandi. Það var hreinasta martröð fyrir Maríu að reyna að ferðast frá Lillehammer til Bandaríkjanna. Hún hafði endað á gjörgæsludeild í Noregi fyrir ferðina og var svo flutt með sjúkrabíl af Keflavíkurflugvelli í stað þess að taka tengiflug áfram yfir hafið.Úr einkasafni María segist hafa fengið skelfilega umönnun á sjúkrahúsinu í Reykjanesbæ þar sem læknir hafi rétt þreifað á kvið hennar og svo ákveðið að senda hana heim. „Ég var alveg ótrúlega reið!“ skrifar María sem þakkaði fyrir að geta leitað til fjölskyldumeðlima. Um nóttina urðu verkirnir aftur svo miklir að hún leitaði aftur á sjúkrahús, í þetta sinn í Reykjavík, og þar dvelur hún enn og ber starfsfólkinu afar vel söguna. Óvissan er hins vegar nagandi og María verður í rannsóknum næstu daga í von um skýringar á veikindum hennar. „Það er einhvern veginn allt í lausu lofti og biðin er mjög ógnvekjandi. En ég tek einn dag í einu og vonast til að fá einhver svör bráðlega. Það er mögulegt að miltað verði fjarlægt, sem er ansi stórt! En þeir vilja útiloka allt annað áður en til þess kemur,“ skrifar María sem veitti Vísi góðfúslegt leyfi til að vísa í skrif hennar. Bloggfærslu Maríu má lesa í heild sinni hér.
Skíðaíþróttir Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Íslenski boltinn Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Fótbolti Fleiri fréttir Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Í beinni: Þýskaland - Pólland | Grannaslagur í St. Gallen Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Ekkert verður af bardaga Gunnars við Magny Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Breiðablik flýgur út á morgun: „Sama félag en mjög langt frá því að vera sama lið“ Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Trump ætlar að halda UFC bardaga í Hvíta húsinu Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Dagskráin: Formúluæfingar á Silverstone, pílukast og golf Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sjá meira