Mótið hefst þann 9. janúar, en 24 lönd eru skráð til leiks. Margir leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni og öðrum af stærstu deildum Evrópu munu taka þátt og missa því af einhverjum leikjum með félagsliðum sínum.
Wright birti færslu á Instagram-síðu sinni þar sem hann sendir fjölmiðlum tóninn, og biður þá um að sýna mótinu meiri virðingu.
„Er eitthvað mót sem nýtur jafn lítillar viðringar og Afríkumótið?“ spur Wright í myndbandinu sem hann birti.
„Það er ekki til meiri heiður en að fá að spila fyrir hönd þjóðar þinnar. Umfjöllunin í kringum mótið er lituð af rasisma.“
Wright spyr sig einnig hvort að leikmenn enska landsliðsins myndu fá sömu spurningar og þeir sem hafa verið valdir til að taka þátt á Afríkumótinu, en fjölmiðar hafa verið duglegir að spurja leikmenn hvort að þeir ætli að yfirgefa félagslið sitt til að taka þátt í Afríkumótinu.
„Við héldum Evrópumótið í tíu mismunandi löndum í miðjum heimsfaraldri og þá var það ekkert vandamál. En Kamerún, eitt land, er vandamál.“
„Leikmenn eru spurðir hvort þeir ætli að svara kallinu í sitt landslið. Ímyndið ykkur ef þetta væru Englendingar að spila fyrir enska landsliðið. Getiði ímyndað ykkur hvað fólk yðri reitt yfir því?“
Fílabeinsstrendingurinn Sebastian Haller, sem hefur verið sjóðandi heitur fyrir Ajax á tímabilinu, hefur einnig tekið í sama streng og Wright. Hann segir að sú hugmynd um að leikmaður myndi vilja missa af mótinu til að spila fyrir félagslið sitt sýni Afríku vanvirðingu.
„Myndi evrópskur leikmaður fá þessa spurningu stuttu fyrir Evrópumótið?“ sagði Haller í samtali við hollenska blaðið De Telegraf á dögunum er hann var spurður hvort hann ætlaði sér að taka þátt í mótinu.
Sebastian Haller, when asked by a reporter if he would prefer to stay with Ajax or play the African Cup of Nations?:
— Football Tweet ⚽ (@Football__Tweet) December 29, 2021
“This question shows a lack of respect for Africa... Would this question be asked to a European player before the EUROs?” 👊🇨🇮 pic.twitter.com/y96heIhsqt