Innlent

Snjó­flóða­hætta á Trölla­skaga eftir mikla ofan­komu

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Snjónum hefur kyngt niður á Norðurlandi síðasta sólarhringinn.
Snjónum hefur kyngt niður á Norðurlandi síðasta sólarhringinn. Vísir/Tryggvi

Óvissuástandi hefur verið lýst yfir vegna snjóflóðahættu á Tröllaskaga. Töluverð snjókoma hefur verið í nótt.

Talsvert hefur bætt í snjó á Norðurlandi síðan á sunnudag. Þannig vöknuðu Akureyringar upp við að jólasnjórinn var mættur, en um þrjátíu til fjörutíu sentimetra snjólag lá yfir bænum í morgun.

Líkur eru á að viðvarandi veikt lag sé að myndast á Tröllaskaga þar sem yfirborðshrím hefur grafist í lausan snjó. Því hefur óvissustigi verið lýst yfir á Siglufjarðarvegi og í Ólafsfjarðarmúla.

Gular viðvaranir eru í gildi fyrir Vestfirði, Strandir og Norðurland vestra, Austurland að Glettingi og Austfirði vegna norðaustanhríðar. Reiknað er með að lægi aftur í kvöld.

Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar segir að vegfarendur séu hvattir til að kynna sér færð og ástand vega, sér í lagi ef förinni sé heitið yfir fjallvegi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×