Lífið samstarf

Villibráð Matarkompanísins komin í búðir

Matarkompaní

Villibráðin fæst á Jólamarkaðnum í Hafnarfirði og í Hagkaup.

„Áhugi minn á villibráð kom til eftir að hafa unnið mikið með villibráðarkokkinum Úlfari Finnbjörns. Ég vann mikið með Úlfari sem nemi og lærði mest allt sem ég kann og veit um villibráð frá honum, hluti sem ekki eru kenndir af viti í skólanum eða á veitingastöðum,“ segir Guðmundur Óli Sigurjónsson, matreiðslumaður og eigandi Matarkompanís en villibráðin frá Matarkompaní er komin í verslanir.

Um er að ræða grafna gæs og önd, kaldreykta gæs og gæsalifrarmús, skógarberjasultu og lauksultu. Guðmundur hefur þróað sínar aðferðir við verkun og kryddblöndun.

„Gæsa og andabringurnar eru grafnar í sykur-salti og það er í rauninni "elduninn" á þeim.Sykur-saltið er svo hreinsað af bringunum og þær annaðhvort reyktar eða "grafnar" í kryddblöndu með ýmist fennel, rósapipar eða íslenskum villikryddum. Hver kokkur útfærir sína uppskrift að sykur-saltblöndu og hve langt ferlið er. Kryddblandan er einnig mismunandi eftir kokkum og við höfum að sjálfsögðu þróað okkar aðferð. Gæsaliframúsin samanstendur af lifur, lauk, hvítlauk, kryddum, víni og smjöri,“ útskýrir Guðmundur en gefur ekki upp nákvæmari uppskrift.

„Þeir sem eru komnir með vatn í munninn geta nálgast villibráðina okkar á Jólamarkaðnum í Hafnafirði og í öllum verslunum Hagkaup.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.