Fótbolti

Zlatan skiptist á jólagjöfum við páfann

Sindri Sverrisson skrifar
Frans páfi og Zlatan Ibrahimovic voru kampakátir.
Frans páfi og Zlatan Ibrahimovic voru kampakátir. Instagram/@iamzlatanibrahimovic og Getty

Sænski fótboltamaðurinn Zlatan Ibrahimovic er í guðatölu hjá mörgum, þar á meðal sjálfum sér. Hann fékk að heimsækja Frans páfa í Vatíkanið þar sem þeir skiptust á jólagjöfum.

Zlatan, sem leikur með AC Milan á Ítalíu, birti mynd af sér með páfanum á Instagram þar sem þeir brostu breitt framan í myndavélina. Páfinn er fótboltaáhugamaður og hefur alla tíð verið stuðningsmaður San Lorenzo de Almagro í heimalandi sínu Argentínu.

Zlatan mætti ekki tómhentur í Vatíkanið heldur með jólagjöf sem að sjálfsögðu tengdist honum sjálfum. Um var að ræða bók hans Adrenalina, og AC Milan-treyju.

Samkvæmt Gazzetta dello Sport sagði Zlatan, um leið og hann afhenti páfanum treyjuna: „Heldur þú með Milan? Í þessari framkalla ég svolitla töfra á vellinum…“

Páfinn gaf Zlatan einnig gjöf. Það var texti með yfirskriftinni „Íþróttir samkvæmt Frans páfa“. Hann sagði við Zlatan að íþróttir fælu í sér boðskap um mennsku og mikilfengleika.

Fjöldi mynda var svo tekinn af þeim tveimur og páfinn þakkaði Zlatan fyrir svo „góða og persónulega gjöf“.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.