Lífið samstarf

Samspil kodda og dýnu lykill að værum svefni

Vogue fyrir heimilið
„Við eigum allar gerðir af koddum fyrir bæði börn og fullorðna og hægt er að velja um dúnkodda, náttúrlegt latex, ullarkodda, microfiberkodda og fleiri gerðir," útskýrir Halldór Snæland hjá Vogue fyrir heimilið.
„Við eigum allar gerðir af koddum fyrir bæði börn og fullorðna og hægt er að velja um dúnkodda, náttúrlegt latex, ullarkodda, microfiberkodda og fleiri gerðir," útskýrir Halldór Snæland hjá Vogue fyrir heimilið. Vilhelm

Úrval heilsukodda er að finna í Vogue fyrir heimilið.

„Líftími kodda er skemmri en margir halda og við þurfum að skipta reglulega. Það er mikið álag á koddanum yfir nóttina, höfuðið er þungt, við svitnum í koddann og mikil hitaútgeislun frá hálsi og höfði hefur áhrif á gæði koddans til lengri tíma. Þá þola koddar þrif mismunandi vel. Þegar fólk skiptir um dýnu þarf einnig yfirleitt að endurnýja koddann því ef dýnan er stífari en sú gamla liggur líkaminn hærra og koddinn er þá orðinn of þunnur. Ef dýnan er mjúk þarf þynnri kodda,“ útskýrir Halldór Snæland hjá Vogue fyrir heimilið.

Halldór segir uppáhalds svefnstellingu flestra vera hliðarlegu og lykilinn að góðum nætursvefni felast í samspili dýnunnar og koddans. Háls og hryggur þurfi að liggja í beinni línu. Þegar fólk snúi sér á bakið getur koddinn hins vegar verið of hár.

Vilhelm

„Það er ekkert einfalt að velja rétta koddann en hjá okkur er mikið úrval og við leiðbeinum við val á réttum kodda. Við eigum allar gerðir af koddum fyrir bæði börn og fullorðna og hægt er að velja um dúnkodda, náttúrlegt latex, ullarkodda, microfiberkodda og fleiri gerðir.

Ég bendi sérstaklega á koddana frá Pillowise en það er kerfi 6 misþykkra kodda sem hægt er að velja með aðstoð sérstaks mælingakerfis. Fólk kemur hingað í verslunina og við gerum mælingar á axlarbreidd, fjarlægð frá eyra niður á öxl, sverleika hálsins og fleira. Tölurnar setjum við síðan inn í reiknivél sem reiknar út hvaða koddi hentar best. Þarna er verið að nýta tæknina til þess að velja réttan heilsukodda og hefur gefist mjög vel,“ útskýrir Halldór.

VilhelmFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.