Heimsmeistaramótið í pílukasti hefst á morgun: „Þetta eru alveg ótrúlegar vinsældir“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 14. desember 2021 22:30 Heimsmeistaramótið í pílukasti fer af stað á morgun. Luke Walker/Getty Images Heimsmeistaramótið í pílukasti hefst á morgun, en eins og síðustu ár verður keppt í Ally Pally í London og úrslitin ráðast þann 3. janúar á næsta ári. Páll Sævar Guðjónsson, einn helsti pílusérfræðingur landsins, segir að búast megi við afar spennandi baráttu um heimsmeistaratitilinn. „Ég ætla að leyfa mér að segja Walesverjinn Johnny Clayton,“ sagði Páll Sævar, aðspurður um hver væri sigurstranglegastur á mótinu í ár að hans mati. „Hann er búinn að vera frábær í ár, búinn að vinna fjögur sjónvarpsmót hjá PDC samtökunum, og ég held að hann komi rosalega öflugur inn í mótið.“ Það eru þó fleiri sem koma til greina að mati Páls, en þar á meðal er ríkjandi heimsmeistari, Gerwyn Price. „Svo má náttúrulega ekki gleyma Gerwyn Price, heimsmeistaranum frá því í fyrra, Peter Wright, maðurinn með hanakambinn, og Hollendingurinn ógurlegi, Michael van Gerwen. Þannig að það eru margir til kallaðir, en ég segi Johnny Clayton.“ Vonandi fá áhorfendurnir að mæta Páll Sævar Guðjónsson er einn helsti pílusérfræðingur landsins, en hann mun sjá um að lýsa mótinu á Stöð 2 Sport.Vísir Pílukast hefur notið mikilla vinsælda hér á Íslandi seinustu ár og Páll segir að píluvörur séu orðin ein vinsælasta jólagjöf landsins. „Þetta er alveg frábært hvað hefur gengið vel og þetta er orðið svo vinsælt að það er gaman að segja frá því að píluvörur eru orðnar ein vinsælasta jólagjöfin og þetta selst alltaf upp þegar við byrjum að sýna þetta. Þetta eru alveg ótrúlegar vinsældir.“ Þá hafa áhorfendur á þessum stærstu pílumótum oft vakið mikla athygli fyrir skrautlega búninga og mikla gleði. Páll vonast að sjálfsögðu eftir því að áhorfendurnir fái að mæta á þetta stærsta mót ársins þrátt fyrir heimsfaraldur. „Í þessum mótum er verið að mæla hávaðan rétt upp undir 120 desíbel, og ég ætla bara rétt að vona að áhorfendurnir fái að vera með. Það eru ekki komnar neinar fréttir um að það breytist neitt, þannig að við höldum því og vonum og trúum að þeir verði með allan tíman.“ Klippa: Heimsmeistaramótið í pílukasti hefst á morgun „Hausinn verður að vera rétt skrúfaður á“ Þrátt fyrir að pílukast sé kannski ekki mjög líkamlega erfið íþrótt er ekki á allra færi að ná langt í henni. Páll segir að keppendur þurfi að hafa hausinn skrúfaðan rétt á til að ná árangri. „Þetta er fyrst og fremst hausinn. Hann verður að vera í lagi. Svo er þetta náttúrulega dagsformið, það er í þessari íþrótt eins og öllum öðrum. En hausinn verður að vera rétt skrúfaður á til þess að menn fari í gegnum öll þessi læti og þessa stemningu sem er í Ally Pally.“ Eins og Páll segir er mikil stemning og læti í salnum þegar keppendur eru á sviði og margir áhorfendur mæta í búningum, hver öðrum skrautlegri. „Þetta byrjaði með Wayne Mardle sem er gamall pílukastari. Hann mætti einu sinni í mót árið 1984 í Hawaii-skyrtu og þá einhvernveginn varð allt vitlaust og fólk fór svo að mæta í búningum. Það er verið að kalla eftir því að sjá banana og lögregluþjóna og jólasveina og allar þessar fígúrur og ég veit ekki hvað og hvað,“ sagði Páll að lokum. Viðtalið við Pál má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Pílukast Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Fleiri fréttir Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Ellefu reiðhjólum stolið frá Cofidis liðinu 47 ára boxhetja snýr aftur í hnefaleikahringinn Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ KR semur við ungan bandarískan framherja Sveindísi var enginn greiði gerður Aron ráðinn til FH Ísold vann veðmálið örugglega og sendi Aron út í sjó Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Þrettán ára Íslendingur í Noregi stefnir á Formúlu 1 Sjá meira
„Ég ætla að leyfa mér að segja Walesverjinn Johnny Clayton,“ sagði Páll Sævar, aðspurður um hver væri sigurstranglegastur á mótinu í ár að hans mati. „Hann er búinn að vera frábær í ár, búinn að vinna fjögur sjónvarpsmót hjá PDC samtökunum, og ég held að hann komi rosalega öflugur inn í mótið.“ Það eru þó fleiri sem koma til greina að mati Páls, en þar á meðal er ríkjandi heimsmeistari, Gerwyn Price. „Svo má náttúrulega ekki gleyma Gerwyn Price, heimsmeistaranum frá því í fyrra, Peter Wright, maðurinn með hanakambinn, og Hollendingurinn ógurlegi, Michael van Gerwen. Þannig að það eru margir til kallaðir, en ég segi Johnny Clayton.“ Vonandi fá áhorfendurnir að mæta Páll Sævar Guðjónsson er einn helsti pílusérfræðingur landsins, en hann mun sjá um að lýsa mótinu á Stöð 2 Sport.Vísir Pílukast hefur notið mikilla vinsælda hér á Íslandi seinustu ár og Páll segir að píluvörur séu orðin ein vinsælasta jólagjöf landsins. „Þetta er alveg frábært hvað hefur gengið vel og þetta er orðið svo vinsælt að það er gaman að segja frá því að píluvörur eru orðnar ein vinsælasta jólagjöfin og þetta selst alltaf upp þegar við byrjum að sýna þetta. Þetta eru alveg ótrúlegar vinsældir.“ Þá hafa áhorfendur á þessum stærstu pílumótum oft vakið mikla athygli fyrir skrautlega búninga og mikla gleði. Páll vonast að sjálfsögðu eftir því að áhorfendurnir fái að mæta á þetta stærsta mót ársins þrátt fyrir heimsfaraldur. „Í þessum mótum er verið að mæla hávaðan rétt upp undir 120 desíbel, og ég ætla bara rétt að vona að áhorfendurnir fái að vera með. Það eru ekki komnar neinar fréttir um að það breytist neitt, þannig að við höldum því og vonum og trúum að þeir verði með allan tíman.“ Klippa: Heimsmeistaramótið í pílukasti hefst á morgun „Hausinn verður að vera rétt skrúfaður á“ Þrátt fyrir að pílukast sé kannski ekki mjög líkamlega erfið íþrótt er ekki á allra færi að ná langt í henni. Páll segir að keppendur þurfi að hafa hausinn skrúfaðan rétt á til að ná árangri. „Þetta er fyrst og fremst hausinn. Hann verður að vera í lagi. Svo er þetta náttúrulega dagsformið, það er í þessari íþrótt eins og öllum öðrum. En hausinn verður að vera rétt skrúfaður á til þess að menn fari í gegnum öll þessi læti og þessa stemningu sem er í Ally Pally.“ Eins og Páll segir er mikil stemning og læti í salnum þegar keppendur eru á sviði og margir áhorfendur mæta í búningum, hver öðrum skrautlegri. „Þetta byrjaði með Wayne Mardle sem er gamall pílukastari. Hann mætti einu sinni í mót árið 1984 í Hawaii-skyrtu og þá einhvernveginn varð allt vitlaust og fólk fór svo að mæta í búningum. Það er verið að kalla eftir því að sjá banana og lögregluþjóna og jólasveina og allar þessar fígúrur og ég veit ekki hvað og hvað,“ sagði Páll að lokum. Viðtalið við Pál má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Pílukast Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Fleiri fréttir Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Ellefu reiðhjólum stolið frá Cofidis liðinu 47 ára boxhetja snýr aftur í hnefaleikahringinn Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ KR semur við ungan bandarískan framherja Sveindísi var enginn greiði gerður Aron ráðinn til FH Ísold vann veðmálið örugglega og sendi Aron út í sjó Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Þrettán ára Íslendingur í Noregi stefnir á Formúlu 1 Sjá meira