„Þessi fótur lagast seinna, ég er allavega búin að vinna þetta núna“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. desember 2021 09:00 Andrea Sif Pétursdóttir verður í gipsi á næstunni eftir að hafa slitið hásin. stöð 2 Lokadagur Evrópumótsins í hópfimleikum var dramatískur í meira lagi fyrir Andreu Sif Pétursdóttur, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins. Hún sleit hásin en varð Evrópumeistari. Í næstsíðustu stökkhrinu Íslands á dýnu sleit Andrea hásin, lenti á fjórum fótum og óttaðist að þar með væru möguleikar íslenska liðsins á að vinna til gullverðlauna úr sögunni. En svo reyndist ekki vera. Íslenska liðið fékk jafn háa einkunn og það sænska en stóð uppi sem sigurvegari þar sem það vann fleiri áhöld. Íslendingar höfðu lent í 2. sæti á þremur Evrópumótum í röð á eftir Svíum áður en þeim tókst loks að vinna gullið um þarsíðustu helgi. „Við fórum frekar inn í mótið á gleði. Bjössi [Björn Björnsson] yfirþjálfari kom til okkar á einni æfingunni og sagði að þetta væri smá peningakast; hvort lendir peningurinn hjá ykkur eða Svíþjóð,“ sagði Andrea í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakkanum. „Við gerðum tvö áhöld sem gengu mjög vel og mér fannst ég finna smá orku og spennu hjá þjálfurunum þegar við fórum á dýnuna. Það var eins og þeim fyndist við fara að klára þetta. Ég fann það fyrir dýnuna, og við erum margar búnar að tala um það eftir á, að þetta gæti gerst núna.“ Þegar Andrea sleit hásin var hún hrædd um að hún hefði skemmt fyrir íslenska liðinu og möguleikum þess á sigri. „Ég fann að það var eins og það væri slegið aftan á kálfann þegar ég var á leið upp í loftið. Ég kláraði stökkið, ég veit ekki hvernig ég fór að því, lenti á fjórum fótum og fór út af. Þá hugsaði ég: núna fór þetta, þarna klúðraðist þetta,“ sagði Andrea. Áhyggjurnar og sársaukinn hurfu hins vegar eins og dögg fyrir sólu þegar ljóst var að Ísland var orðið Evrópumeistari í fyrsta sinn í níu ár. „Ég hugsaði strax að þetta skipti engu máli,“ sagði Andrea og benti á gipsið á fætinum á sér. „Þessi fótur lagast seinna, ég er allavega búin að vinna þetta núna. Ég er búin að reyna þetta mjög lengi,“ sagði Andrea sem fór upp á verðlaunapall til að taka við verðlaununum sínum áður en hún fór á sjúkrahús. Hún gekkst svo undir aðgerð í síðustu viku. Fimleikar EM í hópfimleikum Sportpakkinn Mest lesið Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Enski boltinn „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Albert byrjaði á bekknum og Fiorentina komst ekki upp úr botnsætinu Stefán Ingi með tvö mörk og er í baráttu um gullskóinn Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Börsungar með stórsigur í fyrsta leik á nýja Nývangi Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Hilmar Smári og félagar tapa og tapa Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Endurkoma kom Bayern aftur á sigurbraut Íslendingaliðið í vondum málum Hafrún skoraði í jafntefli „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Þriðji sigur Chelsea í röð Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Sjá meira
Í næstsíðustu stökkhrinu Íslands á dýnu sleit Andrea hásin, lenti á fjórum fótum og óttaðist að þar með væru möguleikar íslenska liðsins á að vinna til gullverðlauna úr sögunni. En svo reyndist ekki vera. Íslenska liðið fékk jafn háa einkunn og það sænska en stóð uppi sem sigurvegari þar sem það vann fleiri áhöld. Íslendingar höfðu lent í 2. sæti á þremur Evrópumótum í röð á eftir Svíum áður en þeim tókst loks að vinna gullið um þarsíðustu helgi. „Við fórum frekar inn í mótið á gleði. Bjössi [Björn Björnsson] yfirþjálfari kom til okkar á einni æfingunni og sagði að þetta væri smá peningakast; hvort lendir peningurinn hjá ykkur eða Svíþjóð,“ sagði Andrea í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakkanum. „Við gerðum tvö áhöld sem gengu mjög vel og mér fannst ég finna smá orku og spennu hjá þjálfurunum þegar við fórum á dýnuna. Það var eins og þeim fyndist við fara að klára þetta. Ég fann það fyrir dýnuna, og við erum margar búnar að tala um það eftir á, að þetta gæti gerst núna.“ Þegar Andrea sleit hásin var hún hrædd um að hún hefði skemmt fyrir íslenska liðinu og möguleikum þess á sigri. „Ég fann að það var eins og það væri slegið aftan á kálfann þegar ég var á leið upp í loftið. Ég kláraði stökkið, ég veit ekki hvernig ég fór að því, lenti á fjórum fótum og fór út af. Þá hugsaði ég: núna fór þetta, þarna klúðraðist þetta,“ sagði Andrea. Áhyggjurnar og sársaukinn hurfu hins vegar eins og dögg fyrir sólu þegar ljóst var að Ísland var orðið Evrópumeistari í fyrsta sinn í níu ár. „Ég hugsaði strax að þetta skipti engu máli,“ sagði Andrea og benti á gipsið á fætinum á sér. „Þessi fótur lagast seinna, ég er allavega búin að vinna þetta núna. Ég er búin að reyna þetta mjög lengi,“ sagði Andrea sem fór upp á verðlaunapall til að taka við verðlaununum sínum áður en hún fór á sjúkrahús. Hún gekkst svo undir aðgerð í síðustu viku.
Fimleikar EM í hópfimleikum Sportpakkinn Mest lesið Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Enski boltinn „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Albert byrjaði á bekknum og Fiorentina komst ekki upp úr botnsætinu Stefán Ingi með tvö mörk og er í baráttu um gullskóinn Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Börsungar með stórsigur í fyrsta leik á nýja Nývangi Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Hilmar Smári og félagar tapa og tapa Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Endurkoma kom Bayern aftur á sigurbraut Íslendingaliðið í vondum málum Hafrún skoraði í jafntefli „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Þriðji sigur Chelsea í röð Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Sjá meira