Sport

Kristín Evrópu­meistari í klassískum kraft­lyftingum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Kristín Þórhallsdóttir, Evrópumeistari.
Kristín Þórhallsdóttir, Evrópumeistari. Skjáskot

Kristín Þórhallsdóttir varð í dag Evrópumeistari í klassískum kraftlyftingum í -84 kg flokki í dag. Mótið fer fram í Västerås í Svíþjóð.

Íslenski þjóðsöngurinn fékk að hljóma á EM í morgun þegar Kristín Þórhallsdóttir kom, sá og gjörsigraði í -84 kg flokknum, á nýju Evrópumeti. 

Kristín lyfti af miklu öryggi 200-212,5-220 í hnébeygju, en það er nýtt Evrópumet. 

Í bekkpressu lyfti hún 102,5-110-115, en það er bæting á Íslandsmeti. 

Í réttstöðu lyfti hún 212,5 og 225 sem er nýtt Íslandsmet og tryggði henni 560kg samanlagt, sem er nýtt Evrópumet í flokknum. 

Hún endaði á góðri tilraun til að ná Evrópumeti í réttstöðu með 230,5kg. 

Evrópumeistaratitill, gull í öllum greinum, tvö Evrópumet og Íslandsmet í öllum greinum er uppskera dagsins. Kristín brýtur hér blað í sögu kraftlyftinga og verður fyrsti íslendingurinn til að vinna Evrópumeistaratitil í þríþraut.

Kristín með gullverðlaunin.Skjáskot



Fleiri fréttir

Sjá meira


×