Lífið samstarf

Hangikjötið má ekki klikka

Kjarnafæði Norðlenska
Það ættu allir að geta fundið hangikjöt við sitt hæfi undir vörumerkjum Kjarnafæðis Norðlenska.
Það ættu allir að geta fundið hangikjöt við sitt hæfi undir vörumerkjum Kjarnafæðis Norðlenska.

Hangikjötið frá Kjarnafæði Norðlenska er fyrsta flokks hátíðarmatur.

Jólin nálgast óðfluga og þá er hangikjötið mörgum ofarlega í huga. Matvöruverslanir landsins bjóða ágætt úrval af hangikjöti, en þegar kemur að mat sem flestir borða aðeins einu sinni á ári er vissara að vanda valið.

Andrés Vilhjálmsson, markaðsstjóri Kjarnafæðis Norðlenska, fyrir framan kjötvinnslu fyrirtækisins á Svalbarðseyri.

„Það er algjör synd að vera búinn að hafa mikið fyrir jólaboðinu, kannski með fullt af fólki í mat, en lenda þá í því að sjálft kjötið sé ekki nógu gott,“ segir Andrés Vilhjálmsson, markaðsstjóri hjá Kjarnafæði Norðlenska. „Strangt gæðaeftirlit er með allri okkar framleiðslu sem tryggir neytendum fyrsta flokks hangikjöt á hátíðarborðið.“

Húsavíkurhangikjöt

Taðreykta hangikjötið frá Norðlenska er verkað að þingeyskum sið, sem tryggir afar gott reykbragð. Kjötið er tiltölulega lítið saltað í samanburði við flestar aðrar tegundir á markaðnum, sem leyfir reyknum að njóta sín enn frekar. Það tekur um tvær vikur að framleiða Húsavíkurhangikjöt og er framleiðslunni stýrt af margverðlaunuðu fagfólki. Húsavíkurhangikjötið hefur hvað eftir annað verið valið eitt það besta af helstu matgæðingum þjóðarinnar.

„Strangt gæðaeftirlit er með allri okkar framleiðslu, sem tryggir neytendum fyrsta flokks hangikjöt á hátíðarborðið.“

KEA hangikjöt

Taðreykt og verkað samkvæmt aldagömlum eyfirskum hefðum, sem tryggir bragðmikið kjöt með góðu reykbragði. Það hefur langt geymsluþol og óhætt er að bragða á því hráu. KEA hangikjötið hefur verið söluhæsta hangikjötið um árabil og ítrekað verið valið eitt það besta í bragðprófunum.

Fjallahangikjöt/Sambandshangikjöt

Fjallahangikjöt og Sambandshangikjöt eru vörur sem eiga sér langa sögu og hafa ávallt komið vel út úr bragðprófunum, enda taðreyktar með gamalreyndum aðferðum. Tíðir og góðir gestir á borðum Íslendinga.

Kofareykt hangikjöt

Kofareykta hangikjötið frá Kjarnafæði hefur hlotið mikið lof frá dómurum í bragðprófunum og unnið til fjölda verðlauna. Það hefur verið eitt mest selda hangikjöt landsins svo árum skiptir.

Húskarlahangikjöt

Húskarlahangikjötið frá Kjarnafæði er tvíreykt og hefur notið síaukinna vinsælda undanfarin ár.

Að lokum má minnast sérstaklega á Húskarlahangikjötið frá Kjarnafæði, sem notið hefur síaukinna vinsælda síðustu ár. Kjötið er látið hanga við sérstakar aðstæður, þar sem kjötið þornar að einhverju leiti, sem gefur því einkennandi áferð og bragð. Húskarlahangikjötið er tvíreykt og hefur því töluvert meira reykbragð en hefðbundið hangikjöt. Vinsælast er að skera kjötið í þunnar sneiðar og borða hrátt, eitt og sér, eða á brauðsnittum. Einnig er gott að sjóða kjötið og neyta þess á hefðbundinn hátt.

Hangikjöt við allra hæfi

Það ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi undir vörumerkjum Kjarnafæðis Norðlenska. 

„Við viljum hafa breidd í okkar hangikjötsúrvali, því smekkur fólks er misjafn, en neytendur eiga þó allir það sameiginlegt að vera umhugað um gæði,“ segir Andrés. „Gæðakröfur íslenskra neytenda aukast ár frá ári og við finnum að þetta skiptir fólk miklu máli. Við leggjum allan okkar metnað í að bjóða neytendum vandaðar vörur sem standa undir væntingum. Bragðprófanir og sölutölur sýna okkur að það hefur tekist.“

Eldunarleiðbeiningar:

Sjóðið rólega í u.þ.b. 60 mínútur. Nákvæmur eldunartími fer eftir stærð stykkisins. Slökkvið á hellunni og leyfið kjötinu að standa í soðinu í að minnsta kosti klukkustund. Berið fram eða kælið.

Brúskettur með tvíreyktu hangikjöti og mangósalsa

Girnilegar og gómsætar brúskettur með Húskarlahangikjöti frá Kjarnafæði.

Uppskrift: Berglind Guðmundsdóttir (Gulur rauður, grænn og salt).

  • 1 pakki húskarlahangikjöt frá Kjarnafæði
  • klettasalat
  • mangó
  • rauður chilipipar, ferskur
  • vorlaukur
  • sjávarsalt
  • ólífuolía
  • hvítlaukssósa
  • baguette

Skerið brauðið í sneiðar og dreypið olíu yfir það. Ristið í 180°c heitum ofni í 5-10 mínútur. Takið úr ofni og kælið lítillega. Skerið mangó, chilipipar og vorlauk niður í smáa bita og látið saman í skál. Blandið 1 msk. af ólífuolíu saman við og kryddið með sjávarsalti. Blandið vel saman. Smyrjið brauðið með hvítlaukssósu og látið vel af klettasalati yfir það, ásamt einni sneið af Húskarlahangikjöti. Toppið með 1 tsk. af mangósalsa. Berið fram með hvítlaukssósu.

Kjarnafæði lét framleiða fallegan, gamaldags postulínsdisk fyrir jólin, sem heppnir fylgjendur á samfélagsmiðlum geta eignast á næstunni.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×