Erlent

Gagn­rýna Talí­bana fyrir að drepa fyrr­verandi her­­menn í hrönnum

Árni Sæberg skrifar
Talibanar á ferð um götur Jalalabad.
Talibanar á ferð um götur Jalalabad. Getty

Ríkisstjórnir fjölmargra landa hafa gefið út yfirlýsingu þar sem Talíbanar eru harðlega gagnrýndir fyrir að drepa fyrrverandi hermenn afgönsku öryggissveitanna. Þeir séu teknir af lífi án dóms og laga.

„Við höfum alvarlegar áhyggjur af fréttum um aftökur án dóms og laga og skipulögð mannshvörf,“ segir í yfirlýsingu 21 lands og Evrópusambandsins.

Í skýrslu frá mannréttindasamtökunum Amnesty International segir meðal annars að þrjú hundruð manna lið Talíbana hafi setið um þorp í Afganistan, þar sem fyrrverandi hermenn afganistanhers hafi dvalið ásamt fjölskyldum sínum. Það hafi verið í ágúst síðastliðnum, skömmu eftir valdatöku Talíbana.

Níu hermenn hafi verið teknir af lífi án dóms og laga og tveir látist í átökum. Þá hafi tveir óbreyttir borgarar látist á aðförinni, meðal annars sautján ára stúlka.

Þá segja mannréttindasamtökin Human rights watch að ríflega eitt hundrað fyrrverandi hermenn hafi verið drepnir eða látnir hverfa af Talíbönum. Breska ríkisútvarpið greinir frá.

Í yfirlýsingunni segir að þetta sé brot á loforðum Talíbana um friðarsamkomulag.

„Við munum halda áfram að dæma Talíbana af gjörðum þeirra,“ segir í lok yfirlýsingar.

Yfirlýsinguna á ensku má lesa í heild hér að neðan:

The text of the following statement was released initially by the Governments of the United States of America, Australia, Belgium, Bulgaria, Canada, Denmark, the European Union, Finland, France, Germany, Japan, the Netherlands, New Zealand, North Macedonia, Poland, Portugal, Romania, Spain, Sweden, Switzerland, the United Kingdom, and Ukraine.

Begin Text:

We are deeply concerned by reports of summary killings and enforced disappearances of former members of the Afghan security forces as documented by Human Rights Watch and others.

We underline that the alleged actions constitute serious human rights abuses and contradict the Taliban’s announced amnesty. We call on the Taliban to effectively enforce the amnesty for former members of the Afghan security forces and former Government officials to ensure that it is upheld across the country and throughout their ranks.

Reported cases must be investigated promptly and in a transparent manner, those responsible must be held accountable, and these steps must be clearly publicized as an immediate deterrent to further killings and disappearances.

We will continue to measure the Taliban by their actions.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.