Franck Kessie og Alexis Saelemaekers skoruðu mörk AC Milan, en staðan var orðin 2-0 eftir tæplega tuttugu mínútna leik.
AC Milan er því enn á toppi deildarinnar með 38 stig eftir 16 leiki, en Salernitana situr sem fastast á botninum með átta stig.
3️⃣ points: job done! 👊#MilanSalernitana #SempreMilan pic.twitter.com/leWzLOzvTz
— AC Milan (@acmilan) December 4, 2021
José Mourinho og lærisveinar hans tóku á móti fyrrum vinnuveitendum þjálfarans er liðið mætti Inter í kvöld.
Hakan Calhanoglu kom gestunum yfir á 15. mínútu áður en Edin Dzeko tvöfaldaði forystu Inter tæpum tíu mínútum síðar. Þriðja og seinasta mark leiksins kom svo á 39. mínútu þegar Denzel Dumfries setti boltann í netið.
José Mourinho hefur aldrei tgapað með meiri mun á heimavelli á sínum þjálfaraferli. Einu sinni áður hefur hann tapað með þremur mörkum á heimavelli, en það var þegar hann var þjálfari Manchester United og tók á móti Tottenham í ágúst árið 2018.
That first @Inter goal feeling... big win in Rome! ⚫🔵 #ForzaInter pic.twitter.com/Mxnv2VqDQD
— Denzel Dumfries (@DenzelJMD2) December 4, 2021
Þá vann Atalanta virkilega sterkan 2-3 sigur er liðið heimsótti Napoli í seinasta leik kvöldsins.
Ruslan Malinovsky kom gestunum yfir strax á sjöundu mínútu, en Piotr Zielinski jafnaði metin fyrir Napoli stuttu fyrir hálfleik.
Dries Mertens kom heimamönnum í 2-1 strax í upphafi seinni hálfleiks, en Merih Demiral og Remo Freuler skoruðu sitt markið hvor með stuttu millibili fyrir Atalanta og tryggðu liðinu sigur, 2-3.
Atalanta er nú í fjórða sæti deildarinnar með 34 stig eftir 16 leiki, tveimur stigum á eftir Napoli sem situr í þriðja sæti.