Tíska og hönnun

Ýrúrarí hannaði einstakar lambhúshettur

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Nýjasta hönnun Ýrúrarí, sem tilnefnd var til Hönnunarverðlauna Íslands á síðasta ári.
Nýjasta hönnun Ýrúrarí, sem tilnefnd var til Hönnunarverðlauna Íslands á síðasta ári. Ýrúrarí

Textílhönnuðurinn Ýr Jóhannsdóttir, eða Ýrúrar, hefur sett í sölu lambhúsettur sem hún vann í samstarfi við Ásgerði vinkonu sína. Húfurnar eru ólíkar öllum öðrum sem seldar eru hér á landi í augnablikinu.

„Verkefnið köllum við Facing winter sem vísar til útlit hettana sem mynda andlit, einnig það að takast á við dimman veturinn með litríku prjóni og húmor,“ segir hönnuðurinn um verkefnið.

„Hetturnar eru allar prjónaðar úr garni sem hafði safnast upp á vinnustofunni, en ég er að reyna að nota sem mest af því sem ég á til þessa dagana vegna fluttninga.“

Í janúar heldur Ýrúrarí á vit ævintýranna og flytur til Berlínar.

„Hetturnar eru einhversskonar framhald af andlitsgrímunum sem ég prjónaði í fyrra og slógu í gegn víða um heim.“

Grímurnar fengu meðal annars umfjöllun á vogue.com, ýmsum erlendum sjónvarpsstöðvum og seldust allar í safneign ólíkra safna erlendis.


Tengdar fréttir

Smiðja í skapandi fataviðgerðum á Garðatorgi í dag

Ýr Jóhannsdóttir er textílhönnuður og listakona sem starfar undir nafninu Ýrúrarí. Verk hennar eru að mestu unnin í prjóni og í þeim mætast húmor, handverk og hreyfing. Ýr hefur miðlað aðferðarfræði sinni í smiðjum þar sem unnið er með ósöluhæfar peysur úr fatasöfnun Rauðakrossins og þær fá nýtt líf






Fleiri fréttir

Sjá meira


×