Íslenski boltinn

Valur keypti Orra Hrafn frá Fylki

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Orri Hrafn Kjartansson í búningi Vals.
Orri Hrafn Kjartansson í búningi Vals. Valur

Orri Hrafn Kjartansson er orðinn leikmaður Vals eftir að Hlíðarendafélagið keypti hann frá Fylki.

Valsmenn staðfesta þetta á miðlum sínum. Orri Hrafn gerir fjögurra ára samning við félagið en hann hefur leikið 22 leiki fyrir yngri landslið Íslands.

Orri er nítján ára gamall og getur spilað alls staðar á miðjunni.

Hann er alinn upp hjá Fylki en reyndi fyrir sér hjá hollenska félaginu Heerenveen áður en hann sneri aftur í Árbæinn.

Orri var með fjögur mörk og eina stoðsendingu í Pepsi Max deild karla síðasta sumar.

Fylkir féll úr deildinni í haust og hefur misst marga unga leikmenn sína að undanförnu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.