Eltu smyglara á fund Íslendings og fundu verulegt magn af fíkniefnum Snorri Másson skrifar 30. nóvember 2021 19:22 Lögreglan á Suðurnesjum handtók þrjá í tengslum við fíkniefnasmygl snemma í október. Vísir/Vilhelm Lögreglan á Suðurnesjum handtók þrennt í tengslum við umfangsmikið fíkniefnasmygl í síðasta mánuði, eftir að tvær konur reyndu að smygla í gegnum Keflavíkurflugvöll töluverðu magni af metamfetamíni og meira en 6.000 töflum af hörðum ópíóðum. Samkvæmt heimildum fréttastofu var tveimur pólskum konum á sextugsaldri fylgt eftir frá flugstöðinni í Keflavík við komuna til landsins í byrjun október vegna gruns um að þær hefðu fíkniefni meðferðis. Grunurinn var staðfestur þegar lögregla handsamaði konurnar þar sem þær voru komnar á fund móttakanda efnanna á hóteli skömmu síðar. Sá reyndist vera íslenskur karlmaður á þrítugsaldri og fóru öll þrjú í gæsluvarðhald. Málið er rakið í myndbandinu hér að neðan: Konurnar tvær eru enn í gæsluvarðhaldi en héraðssaksóknari fær senn mál þremenninganna á sitt borð. Ekki liggur fyrir á þessari stundu hver þáttur kvennanna var í skipulagningunni en á undanförnum árum hafa dómar mildast allnokkuð á hendur þeim sem teljast vera burðardýr. Sambærilegt mál endaði í sex mánaða fangelsi fyrr á þessu ári. Öðru gegnir um eiginlega skipuleggjendur glæpanna sem geta átt yfir höfði sér frá kannski þremur og allt að sex ára fangelsi, allt eftir alvarleika brotanna. Refsiramminn nær allt upp í tólf ár. Fleiri að reykja metamfetamín Lögreglan á Suðurnesjum staðfestir í svari við fyrirspurn fréttastofu að í fórum fólksins hafi fundist tæpt hálft kíló af metamfetamíni, því sem kallað er á ensku crystal meth. Einnig hafi fundist rúmlega 6.000 stykki af fikniefnum í töfluformi. Lögreglan vinnur að rannsókn málsins í samstarfi við tollgæsluna á keflavíkurflugvelli Notkun metamfetamíns, sem jafnan er innbyrt með því að reykja kristalana, hefur aukist nokkuð á undanförnum árum á Íslandi. Þótt stór innflutningsmál geti sannarlega skekkt tölfræðina verulega, má sjá að árið 2014 voru ekki haldlögð nema 105 grömm og árið eftir 343 grömm.Vísir Vitað er til þess að fleiri haldlagningar hafa orðið af metamfetamíni í ár, sem þýðir að magnið er þegar orðið meira en árið 2020, þegar það var 653. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru töflurnar sem fundust hjá konunum af gerðinni oxycodone og fentanyl, sem hvort tveggja eru einhver sterkustu verkjalyf sem til eru. Þetta eru ópíóðar, upphaflega runnir undan rifjum bandarískra lyfjafyrirtæka sem sum hafa sætt sektum vegna samfélagslega skaðans sem lyfin hafa valdið. Sprenging hefur orðið í notkun lyfjanna víða um heim en þeirra fór fyrst að verða vart á Íslandi fyrir nokkrum árum. Andlát hafa orðið hér á landi í tengslum við notkunina. Árið 2020 voru tæpir 200 í meðferð á Vogi vegna ópíóðafíknar. Fíkniefnabrot Smygl Lögreglumál Tengdar fréttir Fjögur kíló af kókaíni í leynihólfi bíls í Norrænu Karl og kona á þrítugs- og fertugsaldri hafa setið í gæsluvarðhaldi í þrjár vikur grunuð um stórtækt fíkniefnasmygl hingað til landsins með Norrænu. Fjögur kíló af kókaíni fundust í sérútbúnu hólfi í bíl. 20. október 2021 13:45 Dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnasmygl Mohamed Hicham Rahmi var á miðvikudag dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Hann var dæmdur fyrir að hafa í desember á síðasta ári staðið að skipulagningu og fjármögnun á innflutningi 4.832,5 gramma af hassi, 5.087 stykkjum af MDMA, 100 stykkjum af LSD og 255,84 grömmum af metamfetamíni til landsins. 2. júlí 2021 20:58 Sjö ára fangelsi staðfest í einu stærsta fíkniefnamáli Íslandssögunnar Landsréttur staðfesti í dag sjö ára fangelsisdóm yfir Þjóðverjanum Heinz Bernhard Sommer fyrir smygl á tæpum fjörutíu kílóum á amfetamíni og fimm kílóum af kókaíni. 11. september 2020 15:29 Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Samkvæmt heimildum fréttastofu var tveimur pólskum konum á sextugsaldri fylgt eftir frá flugstöðinni í Keflavík við komuna til landsins í byrjun október vegna gruns um að þær hefðu fíkniefni meðferðis. Grunurinn var staðfestur þegar lögregla handsamaði konurnar þar sem þær voru komnar á fund móttakanda efnanna á hóteli skömmu síðar. Sá reyndist vera íslenskur karlmaður á þrítugsaldri og fóru öll þrjú í gæsluvarðhald. Málið er rakið í myndbandinu hér að neðan: Konurnar tvær eru enn í gæsluvarðhaldi en héraðssaksóknari fær senn mál þremenninganna á sitt borð. Ekki liggur fyrir á þessari stundu hver þáttur kvennanna var í skipulagningunni en á undanförnum árum hafa dómar mildast allnokkuð á hendur þeim sem teljast vera burðardýr. Sambærilegt mál endaði í sex mánaða fangelsi fyrr á þessu ári. Öðru gegnir um eiginlega skipuleggjendur glæpanna sem geta átt yfir höfði sér frá kannski þremur og allt að sex ára fangelsi, allt eftir alvarleika brotanna. Refsiramminn nær allt upp í tólf ár. Fleiri að reykja metamfetamín Lögreglan á Suðurnesjum staðfestir í svari við fyrirspurn fréttastofu að í fórum fólksins hafi fundist tæpt hálft kíló af metamfetamíni, því sem kallað er á ensku crystal meth. Einnig hafi fundist rúmlega 6.000 stykki af fikniefnum í töfluformi. Lögreglan vinnur að rannsókn málsins í samstarfi við tollgæsluna á keflavíkurflugvelli Notkun metamfetamíns, sem jafnan er innbyrt með því að reykja kristalana, hefur aukist nokkuð á undanförnum árum á Íslandi. Þótt stór innflutningsmál geti sannarlega skekkt tölfræðina verulega, má sjá að árið 2014 voru ekki haldlögð nema 105 grömm og árið eftir 343 grömm.Vísir Vitað er til þess að fleiri haldlagningar hafa orðið af metamfetamíni í ár, sem þýðir að magnið er þegar orðið meira en árið 2020, þegar það var 653. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru töflurnar sem fundust hjá konunum af gerðinni oxycodone og fentanyl, sem hvort tveggja eru einhver sterkustu verkjalyf sem til eru. Þetta eru ópíóðar, upphaflega runnir undan rifjum bandarískra lyfjafyrirtæka sem sum hafa sætt sektum vegna samfélagslega skaðans sem lyfin hafa valdið. Sprenging hefur orðið í notkun lyfjanna víða um heim en þeirra fór fyrst að verða vart á Íslandi fyrir nokkrum árum. Andlát hafa orðið hér á landi í tengslum við notkunina. Árið 2020 voru tæpir 200 í meðferð á Vogi vegna ópíóðafíknar.
Fíkniefnabrot Smygl Lögreglumál Tengdar fréttir Fjögur kíló af kókaíni í leynihólfi bíls í Norrænu Karl og kona á þrítugs- og fertugsaldri hafa setið í gæsluvarðhaldi í þrjár vikur grunuð um stórtækt fíkniefnasmygl hingað til landsins með Norrænu. Fjögur kíló af kókaíni fundust í sérútbúnu hólfi í bíl. 20. október 2021 13:45 Dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnasmygl Mohamed Hicham Rahmi var á miðvikudag dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Hann var dæmdur fyrir að hafa í desember á síðasta ári staðið að skipulagningu og fjármögnun á innflutningi 4.832,5 gramma af hassi, 5.087 stykkjum af MDMA, 100 stykkjum af LSD og 255,84 grömmum af metamfetamíni til landsins. 2. júlí 2021 20:58 Sjö ára fangelsi staðfest í einu stærsta fíkniefnamáli Íslandssögunnar Landsréttur staðfesti í dag sjö ára fangelsisdóm yfir Þjóðverjanum Heinz Bernhard Sommer fyrir smygl á tæpum fjörutíu kílóum á amfetamíni og fimm kílóum af kókaíni. 11. september 2020 15:29 Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Fjögur kíló af kókaíni í leynihólfi bíls í Norrænu Karl og kona á þrítugs- og fertugsaldri hafa setið í gæsluvarðhaldi í þrjár vikur grunuð um stórtækt fíkniefnasmygl hingað til landsins með Norrænu. Fjögur kíló af kókaíni fundust í sérútbúnu hólfi í bíl. 20. október 2021 13:45
Dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnasmygl Mohamed Hicham Rahmi var á miðvikudag dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Hann var dæmdur fyrir að hafa í desember á síðasta ári staðið að skipulagningu og fjármögnun á innflutningi 4.832,5 gramma af hassi, 5.087 stykkjum af MDMA, 100 stykkjum af LSD og 255,84 grömmum af metamfetamíni til landsins. 2. júlí 2021 20:58
Sjö ára fangelsi staðfest í einu stærsta fíkniefnamáli Íslandssögunnar Landsréttur staðfesti í dag sjö ára fangelsisdóm yfir Þjóðverjanum Heinz Bernhard Sommer fyrir smygl á tæpum fjörutíu kílóum á amfetamíni og fimm kílóum af kókaíni. 11. september 2020 15:29