Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Erla Björg Gunnarsdóttir flytur fréttir í kvöld. 
Erla Björg Gunnarsdóttir flytur fréttir í kvöld. 

Ágallar í meðferð kjörgagna í Norðvesturkjördæmi voru það miklir að annað hvort ber að endurtaka alþingiskosningarnar í heild eða í Norðvesturkjördæmi samkvæmt tillögum fulltrúa í kjörbréfanefnd.

Meirihluti nefndarinnar telur ágallana hins vegar ekki hafa haft áhrif á úrslit kosninganna og því beri að staðfesta kjörbréf allra þingmanna

Við verðum í beinni útsendingu frá Alþingi þar sem stefnt er að atkvæðagreiðslu um málið í kvöld.

Einnig kíkjum við í bólusetningabíl heilsugæslunnar sem fór í sína fyrstu ferð í dag. Fjölmörg fyrirtæki og stofnanir hafa þegar bókað heimsókn frá bílnum.

Hestaeigandi á Austurlandi furðar sig á því að fá ekki að nefna hryssu sína Lán. Hestanafnanefnd hafnaði nafninu vegna þess að það er hvorugkynsorð - en hægðarleikur var hins vegar að fá það samþykkt hjá mannanafnanefnd. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum.

Þá kynnum við okkur hugmynd í nýju hverfaskipulagi borgarinnar - sem snýr að því að fólk gæti bætt hæð ofan á húsin sín og lítum í þakkargjörðarveislu í tilefni dagsins.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30. Kvöldfréttirnar eru nú í lokaðri dagskrá en áskrifendur geta horft á þær hér á stod2.is. Einnig er hægt að hlusta á fréttirnar á Bylgjunni hér í spilaranum fyrir ofan.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×