Aðgerðum frestað vegna fjölgunar tilfella Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 12. nóvember 2021 12:00 Theódór Skúli Sigurðsson barna, svæfingar og gjörgæslulæknir segir gríðarlegt álag á gjörgæsludeildum spítalans. Vísir Gjörgæslulæknir á Landspítalanum segir gríðarlegt álag fyrir á gjörgæsludeildum. Þá hafi þurft að fresta stórum aðgerðum vegna fjölgunar innlagna á gjörgæslu vegna Covid-19. Alls greindust 176 með kórónuveiruna innanlands í gær og var rúmur helmingur utan sóttkvíar. 82 af þeim sem greindust í gær voru í sóttkví. 91 er fullbólusettur, bólusetning er hafin hjá sjö og sjötíu eru óbólusettir. Á vefnum Covid.is segir að tuttugu séu nú á sjúkrahúsi vegna Covid-19. Fjórir eru á gjörgæslu og einn í öndunarvél. Theódór Skúli Sigurðsson barna, svæfingar og gjörgæslulæknir segir gríðarlegt álag á gjörgæsludeildum spítalans. „Þessa viku og síðustu höfum við verið að fresta stærri aðgerðum eins og hjartaaðgerðum og aðgerðum sem krefjast innlagnar á gjörgæsludeild eftir uppskurð. En ef það er minnsta svigrúm tökum við inn aðgerðir sem þarf að gera,“ segir hann. Hann segir að fólk þurfi enn og aftur að hlaupa aðeins hraðar. „Starfsfólkið á gjörgæslum er að taka mikið af aukavöktum og tvöfaldar vaktir þannig að það eru allir að reyna að láta hlutina ganga upp,“ segir hann. Theódór segir að umgangspestir hafi verið að leggjast þungt á ung börn. Komi til alvarlegra veikinda sé lítið svigrúm á gjörgæsludeildum. „Litlu börnin okkar eru líka að veikjast og fá umgangsspestir. Þau fá stundum öndunarfærasýkingar og lungnabólgu í kjölfarið. Gjörgæslur eru sá staðir sem þau fara á verði þau alvarlega veik. Við höfum í haust verið að fá inn börn sem eru með alvarlegar öndunarfærasýkingar og börn sem þurfa að fara í öndunarvél. Ástandið getur því fljótt orðið mjög viðkvæmt,“ segir hann. Theódór segir spítalann hafa verið yfirfullan í mörg ár og beinir orðum sínum til stjórnvalda. „Það er mikilvægt að stjórnmálamenn hafi í huga að það er langvarandi erfitt ástand á Landspítalanum. Það þarf að hafa í huga við allar ákvarðanir vegna Covid-19 að svigrúm spítalans til að taka við aukaálagi er mjög lítið,“ segir Theódór Skúli Sigurðsson. Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fólk er að reyna að fá sóttkví stytta hjá börnum Helmingi fleiri hafa leitað á bráðamóttöku Barnaspítala Hringsins nú í haust samanborið við haustið 2019. Deildir hafa fyllst og álagið verið mikið. 11. nóvember 2021 22:01 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Sjá meira
Alls greindust 176 með kórónuveiruna innanlands í gær og var rúmur helmingur utan sóttkvíar. 82 af þeim sem greindust í gær voru í sóttkví. 91 er fullbólusettur, bólusetning er hafin hjá sjö og sjötíu eru óbólusettir. Á vefnum Covid.is segir að tuttugu séu nú á sjúkrahúsi vegna Covid-19. Fjórir eru á gjörgæslu og einn í öndunarvél. Theódór Skúli Sigurðsson barna, svæfingar og gjörgæslulæknir segir gríðarlegt álag á gjörgæsludeildum spítalans. „Þessa viku og síðustu höfum við verið að fresta stærri aðgerðum eins og hjartaaðgerðum og aðgerðum sem krefjast innlagnar á gjörgæsludeild eftir uppskurð. En ef það er minnsta svigrúm tökum við inn aðgerðir sem þarf að gera,“ segir hann. Hann segir að fólk þurfi enn og aftur að hlaupa aðeins hraðar. „Starfsfólkið á gjörgæslum er að taka mikið af aukavöktum og tvöfaldar vaktir þannig að það eru allir að reyna að láta hlutina ganga upp,“ segir hann. Theódór segir að umgangspestir hafi verið að leggjast þungt á ung börn. Komi til alvarlegra veikinda sé lítið svigrúm á gjörgæsludeildum. „Litlu börnin okkar eru líka að veikjast og fá umgangsspestir. Þau fá stundum öndunarfærasýkingar og lungnabólgu í kjölfarið. Gjörgæslur eru sá staðir sem þau fara á verði þau alvarlega veik. Við höfum í haust verið að fá inn börn sem eru með alvarlegar öndunarfærasýkingar og börn sem þurfa að fara í öndunarvél. Ástandið getur því fljótt orðið mjög viðkvæmt,“ segir hann. Theódór segir spítalann hafa verið yfirfullan í mörg ár og beinir orðum sínum til stjórnvalda. „Það er mikilvægt að stjórnmálamenn hafi í huga að það er langvarandi erfitt ástand á Landspítalanum. Það þarf að hafa í huga við allar ákvarðanir vegna Covid-19 að svigrúm spítalans til að taka við aukaálagi er mjög lítið,“ segir Theódór Skúli Sigurðsson.
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fólk er að reyna að fá sóttkví stytta hjá börnum Helmingi fleiri hafa leitað á bráðamóttöku Barnaspítala Hringsins nú í haust samanborið við haustið 2019. Deildir hafa fyllst og álagið verið mikið. 11. nóvember 2021 22:01 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Sjá meira
Fólk er að reyna að fá sóttkví stytta hjá börnum Helmingi fleiri hafa leitað á bráðamóttöku Barnaspítala Hringsins nú í haust samanborið við haustið 2019. Deildir hafa fyllst og álagið verið mikið. 11. nóvember 2021 22:01