Innlent

Langflestir sem hafa greinst tvisvar með Covid-19 voru óbólusettir

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
80 prósent þeirra sem hafa greinst tvisvar voru óbólusettir.
80 prósent þeirra sem hafa greinst tvisvar voru óbólusettir. Vísir/Vilhelm

Alls hafa 27 einstaklingar hérlendis smitast tvisvar af kórónuveirunni samkvæmt skrá Almannavarna en af þeim voru 22 óbólusettir. Þetta kemur fram í svari almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra við fyrirspurn Fréttablaðsins.

Hér má finna umfjöllun blaðsins.

178 greindust með Covid-19 í gær og 1.359 eru í eftirliti hjá Covid-19 göngudeild Landspítalans. Þar af er metfjöldi barna, samtals 324 börn.

„„Ég held að það sé full ástæða til að hafa áhyggjur af þróuninni og þessum veldisvexti sem er í greiningunum og þeirri stöðu sem við sjáum að við erum svona að missa tökin víða á faraldrinum eins og hann er og þá er í raun og veru ekki, að mínu mati, nema um eitt að ræða það er að reyna að herða tökin og reyna að beita þeim ráðum sem við höfum beitt áður til þess að ná smitunum niður í samfélaginu og það verður ekki gert nema með takmörkunum og vissulega geta einstaklingar hjálpað okkur með því að bæta sínar einstaklingsbundnu sóttvarnir en það virðist bara ekki hafa dugað til til þessa,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við Stöð 2 í gær.

Fimmtán lágu þá á Landspítalanum, þar af þrír á gjörgæslu. Þá lágu þrír inni með Covid-19 á Sjúkrahúsinu á Akureyri og einn í öndunarvél.

„„Mér finnst þróunin vera slæm og ég held að það þurfi að gera eitthvað áður en við siglum í strand,“ sagði Þórólfur.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.