Enski boltinn

Æfði einn á Old Trafford eftir stóra skellinn á móti Liverpool

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Donny van de Beek hefur fengið mjög fá tækifæri hjá Manchester United.
Donny van de Beek hefur fengið mjög fá tækifæri hjá Manchester United. Getty/Matthew Peters

Það skilja fáir í þeirri meðferð sem Donny van de Beek hefur fengið hjá Ole Gunnari Solskjær á tíma Hollendingsins hjá Manchester United.

Það er hins vegar erfitt að gagnrýna fagmennsku Van de Beek þrátt fyrir þessa erfiðu mánuði fyrir þennan 24 ára miðjumann.

Solskjær keypti Donny van de Beek fyrir 35 milljónir punda frá Ajax í ágúst 2020 en Norðmaðurinn hefur lítið sem ekkert viljað nota hann síðan. Það sem meira er að Solskjær vill heldur ekki lána hann eða selja hann.

Van de Beek, sem er með samning til Manchester United til 2025, fær því ekkert að spila og hefur í framhaldinu misst sæti sitt í hollenska landsliðshópnum.

Van de Beek er samt staðráðinn í að sýna sig og sanna og dæmi um það sást eftir leik Manchester United og Liverpool um helgina þar sem United liðið steinlá 5-0.

Eftir leikinn sást Van de Beek taka aukaæfingu á Old Trafford vellinum og tók hann vel á því.

Van de Beek hefur fengið samtals sex mínútur í níu fyrstu leikjum Manchester United í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð og hann spilaði einn hálfleik í Meistaradeildinni.

Eini níutíu mínútna leikur Van de Beek var í deildabikarnum þar sem liðið tapaði 1-0 á heimavelli á móti West Ham.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.