Fótbolti

Tvenna Suarez bjargaði stigi fyrir Atletico

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Tvenna
Tvenna vísir/Getty

Spánarmeistarar Atletico Madrid fengu Real Sociedad í heimsókn í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld og úr varð hörkuleikur.

Gestirnir tefldu fram skandinaviskri framlínu skipaðri Norðmanninum Alexander Sorloth og Svíanum Alexander Isak og þeir áttu báðir eftir að láta að sér kveða.

Sorloth kom Sociedad í forystu strax á sjöundu mínútu eftir stoðsendingu Isak og í upphafi síðari hálfleiks tvöfaldaði Isak forystuna fyrir gestina.

Luis Suarez var ekki tilbúinn að tapa leiknum og hann gerði tvö mörk á síðasta hálftímanum.

Lokatölur 2-2 og Real Sociedad áfram á toppi deildarinnar með 21 stig. Atletico Madrid með þremur stigum minna í 4.sæti.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.