Innlent

Lög­regla rann­sakar sprengingu á Vestur­landi

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Lögreglan er með málið til rannsóknar.
Lögreglan er með málið til rannsóknar. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á Vesturlandi er með til rannsóknar mögulegt brot á verklagsreglum um framkvæmdir við efnistöku vegna væntanlegrar vegagerðar í Skorradal.

Vefmiðillinn Skessuhorn greinir frá því að eftir myrkur á fimmtudagskvöld hafi verið unnið að sprengingum milli bæjanna Syðstu-Fossa í Andakíl og Hálsa í Skorradal og að vísbendingar séu um að verklagsreglur um slíkar framkvæmdir hafi verið brotnar.

Þannig hafi lögreglu ekki verið gert viðvart um framkvæmdirnar, veginum sem unnið var við hafi ekki verið lokað og engar viðvaranir settar upp.

Skessuhorn hefur eftir fólki á svæðinu að sprengingin hafi verið svo öflug að sumir hafi talið að stífla Andakílsár hefði brostið. Þá hafi stórgrýti farið á veginn við sprenginguna með þeim afleiðingum að hann lokaðist. Því hafi vegfarendur ekki verið upplýstir um hættuna og ekið utan í grjót á veginum.

Skömmu eftir sprenginguna hafi verið rudd rás í veginn og merkingum komið fyrir. Í kjölfarið hafi mikið magn grjóts verið fjarlægt af veginum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×