Sport

Lyngby á toppinn

Sigurður Orri Kristjánsson skrifar
Freyr Alexanderson og Sævar Atli Magnússon
Freyr Alexanderson og Sævar Atli Magnússon Mynd/Lyngby

Lærisveinar Freys Alexandersonar, Lyngby, sóttu sér þrjú stig í dönsku fyrstu deildinni með 0-1 sigri á Horsens. Lyngby komst með sigrinum í efsta sæti deildarinnar.

Lyngby, sem var þremur stigum á eftir toppliði Helsingør fyrir leikinn með 24 stigen leik til góða skoruðu eina mark leiksins á 62. mínútu. Þar var á ferðinni Magnus Kastruup eftir sendingu frá Rasmus Thellufsen.

Bæði Aron Sigurðarson hjá Horsens og Sævar Atli Magnússon hjá Lyngby komu inná sem varamenn í síðari hálfleik og tókst ekki að setja mark sitt á leikinn með afgerandi hætti. Ágúst Eðvald Hlynsson var ekki í leikmannahópi Horsens í dag.

Lyngby eru á góðu róli í efsta sæti deildarinnar með 27 stig og eiga mikla möguleika á að leika í deild þeirra bestu í Danmörku á næsta ári. Það eru þó nokkur lið um hituna og ljóst að toppbaráttan í deildinni verður æsispennandi.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.