Sport

Sló símann af einum af fáum stuðnings­mönnum síns liðs í stúkunni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Litríkur stuðningsmaður Cincinnati Bengals í stúkunni í Detroit.
Litríkur stuðningsmaður Cincinnati Bengals í stúkunni í Detroit. AP/Paul Sancya

Það gerist alltaf fullt af skemmtilegum hlutum í ameríska fótboltanum á hverri helgi og Lokasóknin fer yfir hverja umferð NFL-deildarinnar í þætti sínum á þriðjudögum.

Andri Ólafsson, Henry Birgir Gunnarsson og Eiríkur Stefán Ásgeirsson og höfðu meðal annars ástæðu til að hlæja af tveimur hlutum í nýjasta þætti sínum þar sem var farið yfir sjöttu umferðina.

Russell Wilson, leikstjórnandi Seattle Seahawks, missti af sínum fyrsta leik á ferlinum í þessari umferð og verður ekki með liðinu í næstu leikjum heldur. Hann var samt mættur á völlinn fyrir leik.

„Sjáið Russell Wilson, meiddur og ekki að spila en hvaða leikþáttur er þetta? Hvað er hann að gera,“ spurði Andri Ólafsson.

„Þetta er eins og einhver sena úr Karate Kid. Hann er ekki að fara spila fyrr en eftir tvo mánuði,“ sagði Andri.

„Slakaður aðeins á vinur. Hvaða fíflagangur er þetta? Við hvern er hann að tala? Það er enginn þarna,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson og þeir hlógu allir mikið af myndunum af æfingum Russell Wilson fyrir leik.

„Russell Wilson er ekki eins og fólk er flest, við skulum alveg hafa það á hreinu,“ sagði Eiríkur Stefán Ásgeirsson.

Þeir höfðu líka gaman af því að Bengalstígrarnir kunna að fagna snertimörkum með stæl. Það er verst að það bitnaði á einum óheppnum Bengalsstuðningsmanni í stúkunni.

Leikmaður Cincinnati Bengals fagnaði þá snertimarki á útivelli með því að slá símann af einum af fáum stuðningsmönnum síns liðs í stúkunni. Lokasóknin var með atvikið frá báðum hliðum.

Það má sjá þetta allt saman í myndbandinu úr Lokasókninni sem er hér fyrir neðan.

Klippa: Lokasóknin: Russell Wilson eins og Karate Kid og síminn sem fór í flugferð
NFLFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.