Fótbolti

Fylgdi markinu gegn United eftir með fernu í Rússlandi

Sindri Sverrisson skrifar
Patson Daka fagnar eftir að hafa fullkomnað þrennuna sína í Rússlandi. Hann átti þá enn eftir að bæta við fjórða marki sínu.
Patson Daka fagnar eftir að hafa fullkomnað þrennuna sína í Rússlandi. Hann átti þá enn eftir að bæta við fjórða marki sínu. Getty

Eftir að hafa skorað í sigri Leicester gegn Manchester United um síðustu helgi bætti Patson Daka um betur í dag þegar hann skoraði fernu í 4-3 útisigri Leicester á Spartak Moskvu í Evrópudeildinni í fótbolta.

Daka minnkaði muninn í 2-1 í lok fyrri hálfleiks og hóf svo seinni hálfleik á að koma Leicester yfir með tveimur mörkum á sex mínútna kafla. Hann gerði svo fjórða markið sitt á 78. mínútu áður en heimamenn minnkuðu muninn undir lokin.

Daka er fyrsti leikmaður Leicester og fyrsti Sambíumaðurinn til að skora þrennu í leik á aðalstigi Evrópukeppni.

Eftir sigurinn er Leicester með fjögur stig í 2. sæti C-riðils Evrópudeildarinnar. Legia Varsjá, sem mætir Napoli á Ítalíu annað kvöld, er með sex stig, Spartak þrjú stig en Napoli eitt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×