Innlent

Slapp ó­meiddur eftir að eldur kom upp í í­búðar­húsi í Vík

Atli Ísleifsson skrifar
Séð yfir Vík í Mýrdal í Mýrdalshreppi.
Séð yfir Vík í Mýrdal í Mýrdalshreppi. VÍSIR/EINAR

Slökkvilið í Vík í Mýrdal var kallað út um klukkan 6:30 í morgun eftir að eldur hafði komið upp í íbúðarhúsi í bænum.

Ívar Páll Bjartmarsson slökkvliðsstjóri segir í samtali við fréttastofu að greiðlega hafi gengið að ráða niðurlögum eldsins. Maður hafi verið í húsinu sem stendur við Bakkabraut 7 en hann komist út af sjálfsdáðum, ómeiddur.

Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi segir að húsið sé gamalt og einangrað með heyi.

„Nokkrar skemmdir eru af völdum elds, vatns og reyks. Rannsókn eldsupptaka stendur yfir en grunur beinist að rafbúnaði ljóss í húsinu.“Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.