Innlent

Búið að opna Hellisheiði á ný

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Vont veður er á Hellisheiði um þessar mundir, ökumenn hafa lent í vandræðum.
Vont veður er á Hellisheiði um þessar mundir, ökumenn hafa lent í vandræðum. Vísir/Magnús Hlynur

Hellisheiði var lokað í austurátt skömmu eftir hádegi í dag en reiknað er með því að lokunin standi ekki lengi yfir.

Veginum var lokað vegna umferðaróhapps en yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni hjá Suðurlandi segir í samtali við Rúv, að slysið hafi verið minniháttar. Vörubifreið hafi þverað veginn og heiðinni lokað á meðan unnið verði að því að fjarlægja bílinn. Hálka er á vegum en gular viðvaranir eru í gildi víðsvegar á landinu í dag.

Ástandið á Hellisheiði vegna lokunarinnar. Á myndinni má sjá langa röð bíla.Vísir/Gulli

Í myndbandi sem barst fréttastofu rétt í þessu má sjá ástandið á Hellisheiðinni.

Klippa: Slæm færð er á Hellisheiði

Búið er að opna Hellisheiði að nýju, fréttin hefur verið uppfærð.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×