Brooklyn sóttu James Harden sem tryggingu fyrir Kyrie Irving Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 17. október 2021 10:00 Brooklyn Nets eru með vel mannað lið EPA-EFE/Peter Foley Forráðamenn Brooklyn Nets í NBA deildinni lögðu hart að sér að sækja James Harden til liðsins. Ástæðan er sú að þeir treystu því ekki að Kyrie Irving myndi spila. Þetta segir körfuboltaskríbentinn Adrien Wojnarowski í hlaðvarpinu sínu, sem kom út um helgina. Wojnarowski, eða Woj, eins og hann er ávallt kallaður í körfuboltasamfélaginu hefur lengi verið starfsmaður ESPN samsteypunnar og er einn best tengdi körfuboltablaðamaður Bandaríkjanna. Samkvæmt honum var James Harden sóttur til þess að vera með tryggingu ef Kyrie Irving myndi taka upp á einhverju einkennilegu. Irving er einmitt þekktur fyrir ýmis furðuleg uppátæki og miklar jaðarskoðanir. Frægast er þegar Irving hélt því fram fullum fetum að jörðin væri flöt. Þá hefur Irving lýst yfir efasemdum um bólusetningar og lýst því yfir að hann sé talsmaður þeirra sem hafi ekki rödd en vilji ekki láta bólusetja sig. Kyrie Irving makes his return to TD Garden.Coverage of #Celtics-Nets begins at 7:30 p.m. on @NBCSBoston with Celtics Pregame Live! pic.twitter.com/7P82E6EqO9— Celtics on NBC Sports Boston (@NBCSCeltics) December 18, 2020 Sean Marks, framkvæmdastjóri Brooklyn Nets, gaf út í vikunni að það fái enginn að vera í hlutastarfi í liðinu en Irving, sem er óbólusettur, má ekki spila leiki í New York ríki eða í Kaliforníu. Liðið gæti þó átt í vandræðum með að skipta Irving í burtu því hann hefur látið hafa eftir sér að hann muni einfaldlega hætta í körfubolta. Brooklyn Nets teljast mjög sigurstranglegir í NBA deildinni þetta árið samkvæmt veðbönkum en það gæti sett strik í reikninginn ef Irving er ekki með liðinu. NBA deildin hefst næstkomandi þriðjudag, 19. október, með leik Brooklyn Nets og Milwaukee Bucks. NBA Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Potter undir mikilli pressu „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Fyrst til að verða heimsmeistari í báðum greinum Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Skylda að klippa vel neglur í handbolta Messi að framlengja við Inter Miami Róbert hættir hjá HSÍ Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Sjá meira
Wojnarowski, eða Woj, eins og hann er ávallt kallaður í körfuboltasamfélaginu hefur lengi verið starfsmaður ESPN samsteypunnar og er einn best tengdi körfuboltablaðamaður Bandaríkjanna. Samkvæmt honum var James Harden sóttur til þess að vera með tryggingu ef Kyrie Irving myndi taka upp á einhverju einkennilegu. Irving er einmitt þekktur fyrir ýmis furðuleg uppátæki og miklar jaðarskoðanir. Frægast er þegar Irving hélt því fram fullum fetum að jörðin væri flöt. Þá hefur Irving lýst yfir efasemdum um bólusetningar og lýst því yfir að hann sé talsmaður þeirra sem hafi ekki rödd en vilji ekki láta bólusetja sig. Kyrie Irving makes his return to TD Garden.Coverage of #Celtics-Nets begins at 7:30 p.m. on @NBCSBoston with Celtics Pregame Live! pic.twitter.com/7P82E6EqO9— Celtics on NBC Sports Boston (@NBCSCeltics) December 18, 2020 Sean Marks, framkvæmdastjóri Brooklyn Nets, gaf út í vikunni að það fái enginn að vera í hlutastarfi í liðinu en Irving, sem er óbólusettur, má ekki spila leiki í New York ríki eða í Kaliforníu. Liðið gæti þó átt í vandræðum með að skipta Irving í burtu því hann hefur látið hafa eftir sér að hann muni einfaldlega hætta í körfubolta. Brooklyn Nets teljast mjög sigurstranglegir í NBA deildinni þetta árið samkvæmt veðbönkum en það gæti sett strik í reikninginn ef Irving er ekki með liðinu. NBA deildin hefst næstkomandi þriðjudag, 19. október, með leik Brooklyn Nets og Milwaukee Bucks.
NBA Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Potter undir mikilli pressu „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Fyrst til að verða heimsmeistari í báðum greinum Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Skylda að klippa vel neglur í handbolta Messi að framlengja við Inter Miami Róbert hættir hjá HSÍ Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Sjá meira